Ég er hjá OgVodafone, var áður hjá Margmiðlun en eins og flestir vita voru þeir keyptir.
Ég er með 6Mb hraða, "endalaust" erlent download og borga 4990.
Þegar internetið hefur dottið út, þá hefur það verið routerinn hjá mér sem hefur krassað. Maður drepur þá bara á honum og kveikir aftur eftir ca. 10-15 sekúndur og málið er dautt. Ég hef aldrei skilið þessa "internetið er alltaf að detta út hjá mér" - ekki verð ég var við það. Það er kannski einhver mikilvægur sem býr í götunni hjá mér sem tryggir góða þjónustu
Þetta "endalausa" erlenda download er einhverjum skilyrðum háð eins og hjá Hive og öllum held ég. Fékk einu sinni ábendingu um að skv. skilmálum áskyldu þeir sér rétt til að takmarka taumlaust download til að tryggja öllum notendum jafna þjónustu, en það var nú frekar svona vinsamleg ábending frekar en einhver hótun. Býst við að þeir noti þetta ákvæði bara í neyð - eins og ef sæstrengurinn fer niður og þeir þurfa að taka upp dýrt varasamband.
Summary:
Ekkert nema gott um OgVodafone að segja frá mínum bæjardyrum séð.
_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn