Solid wrote:
Verðbólguna tók ég ekki með í dæminu, enda ætla ég ekki að spá verðbólgu framtíðarinnar á internetinu.
Ég get samt alveg lofað þér því að hún tekur ekki fyrstu greiðslu, ég forritaði þessa reiknivél á vef arionbanka, og fyrsta greiðsla er aldrei sett í boxið þarna efst vegna kostnaðar við lántöku kemur á fyrstu greiðslu.
Ps. þó þú reiknir með 4% verðbólgu, geturu mögulega endað í 90.000 á mánuði 120 (10 ár), og enn verið í gróða.
4% verðbólga væri AWESOME á Íslandi (meðalverðbólga yfir árið).
Þú lifir í draumaheimi hvað þessa pælingu varðar.
Eigð fé þitt brennur jafn hratt upp og þú andar ef þú tekur verðtryggt lán.
Óverðtryggð lán eru svo endurreiknuð eftir 48-60 mánuði (fer eftir banka), með því eru þeir að sippa á sig axlaböndum sem þeir festa við beltið sem þeir bera.
Bara svona FYI þá var vísitala neysluverðs núllstillt árið 1988 (100 stig), árið 2011 sat hún ekki í nema 386 stigum (í lok desember).
Hvað ætlar þú síðan að gera við tvær eignir sem leigjast ekki út? Ætlarðu að taka lán til 20 ára eða 40 ára (eða einhverstaðar í milli)? Ætlarðu að leigja út íbúðina allann tímann? Reiknaðiru með því að borga inn á lánið og tókstu með í reikninginn að það kostar? Hvað ætlarðu að gera ef leigumarkaður hrynur (meira framboð en eftirspurn)? Hvað ætlarðu að gera ef fasteignaverð hrynur (reyndar er fasteignaverð alltaf upp niður upp niður)? En ætlar þú þá að selja þegar það fer niður því þú ert svo hræddur um að e.fé hverfi?
Fjárfesting í steypu á Íslandi er frekar skítt option... fjármagnskostnaður er of dýr í dag.