///M wrote:
Solid wrote:
bimmer wrote:
Er ekki 80þ svolítið bjartsýnt í afborgun/rekstur á íbúð????
Nei ég myndi ekki segja það, þú verður að eiga 20%, sem gefur þér ekki færi á íbúð nema í kringum 18-22M. 100% verðtryggt getur til að mynda verið frá 55-70þkr afborgun skv lánareiknivélum bankanna.
Nei, þetta gengur ekki upp.
18mkr lán á arionbanki.is = 78.245 í fyrstu greiðslu. Næsta verður hærri.
21,6mkr (miðað við að eiga 5mkr og taka 80% lán) lán á arionbanki.is = 97.016 í fyrstu greiðslu. Næsta verður hærri.
Svo er hússjóður, hiti, viðhald, kostnaður við að skipta um leigjendur, hugsanlegt tap ef þeir borga ekki, skemma eitthvað .. ... .. ..
Já.. 18-22M í fasteignaverð, það er íbúðalán frá 14.4-17.6M ekki 18-22. Og næsta greiðsla verður ekki hærri nema þú sért að taka verðbólgu með, sem er auðvitað algjör vitleysa að taka ekki með í dæminu, reiknivélin tekur meðalgreiðslu á afborgunum ekki fyrstu greiðslu ...
Það er alveg rétt fart, ég var ekkert að taka með áföll, enda er þetta dæmi sem myndi bara virka ef allt gengi eftir. Þeas. eignatjón, leigutap, fall á fasteignamarkaði, verðbólga, osfrv.
En ég myndi segja áhætturnar afar littlar ef maður kannar leigumarkaðinn vel (endilega skoðaðu markaðinn, minna en 20 íbúðir til leigu í 100-150þ verðbili á höfuðborgarsvæðinu í dag (og hefur verið síðasta ár)), hefur smá áfallasjóð til staðar (lækkar heildarfasteignaverð íbúðar um ca. 500þ) osfrv.
Ég var ekkert að setja upp bulletproof dæmi, kannski frekar meira "safe" aðferð sem virkar ef maður gerir þetta skipulega.