fart wrote:
Bankinn hefur heimild til að lána út meira enda eignfjárkröfur almennt um 10% þannig að það er rétt hjá þér, enda gerði ég ráð fyrir því að menn vissu það og það þyrfti ekki útskýringa, bankinn þarf samt fjármögnun til að geta lánað út og hún kostar, sá kostnaður er mun hærri á íslandi og fyrir íslensku bankana en banka á norðurlöndunum, að ekki sé talað um EU eða USA. Á banki s.s. að lána út á neikvæðri marginu? Inntakið í þessu hjá Þórðir var að bankarnir væru að okra á viðskiptavinunum með vöxtum, það er bara ekki rétt.
En.. hefur þú skoðað vaxtamun íslensku bankana?
Nei, ég hef ekkert við vaxtamunin að athuga þannig séð. Vildi bara benda á að þessi innspýting fjármagns í okkar litla hagkerfi, útlána þennsla bankanna, á sinn þátt í ástandinu (hve stórann hluta af erlendum skuldum eiga bankarnir?)
Það má heldur ekki gleyma því að þjónustan sem íslenskir bankar veita er t.d. miklu betri en sú þjónusta sem maður getur fengið hér úti og jafnvel ódýrari og alltaf hraðvirkari.
Mér finnst bankarnir ekki vera að okra á vöxtum.
Hinsvegar þá finnst mér sterk rök fyrir eftirfarandi:
Hvati bankanna til að hemja sig er lítil á meðan þeir eru verndaðir af verðtryggingu - áhættan er að lang mestu leiti hjá lántakanum og allir bankar sem vilja berjast fyrir líkara viðskiptaumhverfi og þeir hafa erlendis ættu augljóslega að berjast fyrir afnámi verðtryggingar líka - það gera þeir ekki sem bendir til þess að þeir þurfi á henni að halda.
Einnig að græðgin réði ríkjum hjá þeim t.d. með innkomu á húsnæðislánamarkaðinn á alltof lágum vöxtum sem þeir neyðast til að hækka verulega - alveg eins og græðgin mun fara með marga heima sem hafa þanið sig alltof mikið út. Þeir, alveg eins og landsmenn margir höfðu ekki efni á því sem þeir voru að gera.
Í rauninni er ég bara að segja að bankarnir bera alveg örugglega sína ábyrgð á því hvernig komið er, til móts við almenning og líka stjórnvöld, kannski í hlutfalli við þeirra hlut í erlendum lánum. Af erlendum lánum er ekki hægt að borga nema með gjaldeyri sem skapast með útflutningi (eða nýjum lánum sem er einmitt það sem hefur verið skrúfað fyrir í lánsfjár kreppunni). Það er bara ákveðin púllía í boði af gjaldeyri og það virðist vera sem bankarnir þurfi ansi stóran hluta af henni fyrir sig og það er á kostnað almennings sem svíður fyrir vikið.
Þetta er ekki neinum einum að kenna - heldur bara sameiginlegt fyllerí... sem mér skylst að hafi verið mjög skemmtilegt. Því miður komst ég ekki
