Menn geta endalaust rifist þessi p2p mál. Löglegt, ólöglegt, siðlaust og svo framvegis.
Ég tala nú bara fyrir mig, en fjöldi diska sem ég versla hefur lítið breyst, en tónlistin sem ég versla hefur breyst. Núna er ég ekki að hlaupa út í búð að versla disk af því ég heyrði eitt magnað lag í útvarpinu.
Ég nota til dæmis mjög mikið síðuna
http://www.allmusic.com til að finna similar og related artist á þeim grúppum sem ég hlusta á, sæki mér lög og eins og einhver benti á fyrr í þessu þræði "If I like, I buy, if I don't I delete"
Svo ég vil meina að minna þekktar hljómsveitir græði á þessu, bæði að þær koma sér fyrr á framfæri, geta þess vegna haldið stærri og gróðavænlegri tónleika og jú - einhverjir kaupa diskinn.
Við erum til dæmis að tala um metár í tónleikahaldi hér á landi í ár.
Það sem útgáfufyrirtækin gera er að reikna hvern downloaded disk sem tapaða sölu. Ég meina, ef hundrað manns download-a disknum og aðeins fimm kaupa, þá má vissulega segja að 95 séu töpuð sala.
En eru menn ekki bara að græða á því að selja þess fimm? Kannski hefðu þessir fimm aldrei heyrt í hljómsveitinni, því eins og útvarpsstöðvarnar hérna "mata" mannskapinn, þá væri frekar fátæklegur tónlistarsmekkur í gangi.
Nei, bara að spökulera. Það er auðvitað fullt af fólki sem lítur bara á þetta sem fría auðlind, en það er fullt af tónlistarmönnum sem tekur þessu bara fagnandi - hafa ekki fengið samning við einn af "risunum" til að markaðssetja sig.