íbbi_ wrote:
Poco ert þú ekki lögga?
ég hef nú margoft reynt að biðja um heimild og þessháttar þegar löggan hefur verið að biðja um að fá að leyta hjá mér og það hefur verið gjörsamlega tilgangslaust
Jú ég er lögga...höfum við átt e-r "viðskipti"?
Það er svolítið erfitt að skilja þetta innlegg hjá þér, þú væntanlega meinar að þú hafir spurt hvaða heimild þeir hefðu en ekki verið að biðja um heimild (það er oftast löggan sem biður um heimildina, ja nema þú hafir ætlað að leita hjá löggunum

) Hvað var síðan tilgangslaust...var það bón lögreglunnar, þín bón eða leitin?
Þegar maður les þetta má skilja þetta þannig að það sé alltaf verið að leita hjá þér (margoft)

og ef það er raunin hjá hefði maður haldið að það sé einhver góð ástæða á bak við það að það sé margoft verið að leita hjá þér

(nema þú sért svo einstaklega óheppinn að vera margoft "rangur maður á röngum stað")
En Ívar Andri, Það er nokkuð öruggt að ef e-r sem hefur aldrei komið nálægt neinu "rugli", lendir ítrekað í því að vera stoppaður og leitað hjá honum...og aldrei finnst neitt, en þarf áfram að þola þetta, þá væri hægt að kalla það "einelti".
Ég þekki engan sem myndi nenna að eyða tíma sínum í svona bull (nema þá að það lægju einhverjar undarlegar "hvatir" á bak við, sem koma löggæslu ekkert við

) Það væri jafn gáfulegt og að
En auðvita geta menn verið hreinlega óheppnir. T.d. hef ég stoppað óteljandi dyraverði og barþjóna, um helgar, bara af því að þeir voru að fara úr vinnu á þeim tíma dags sem mætti kalla "ölvunaraksturs-vertíð".
Og t.d. ef menn eru að sniglast í kringum "greni" geta þeir alveg búist við því að "lenda" í löggunni.
Það getur sannarlega verið leiðinlegt að lenda í þessum aðstæðum, en t.d. eins og með "grena-dæmið" þá myndi flest venjulegt fólk, eftir 1 skipti, halda sig frá greninu svo það þyrfti ekki að þola þetta aftur. Ef það gerir það ekki gæti mögulega verið e-ð að geðheilsu þess eða þá að það sé kominn ágætis ástæða fyrir lögguna að skoða manneskjuna betur.
Og með dyraverðina, margir voru skiljanlega pirraðir, en flest allir sýndu þessu fullan skilning.
Næstum alltaf er þetta bara spurning um að tala saman.