bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 00:31

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33 ... 246  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Thu 18. Sep 2008 10:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
Það er bara voðalega týpískt að kenna bönkunum um þessa veikingu, dettur engum það í hug að bankarnir framleiða ekki peninga, þeir þurfa á viðskiptavinum að halda þannig að tekjur myndist. Svona veiking er lang flestum viðskiptavinum ekki til góðs.


Ef valið stendur á milli þess að hafa eigin afkomu lagi vs. að afkoma
viðskiptavina (og annara landsmanna) versni þá velur bankinn eigin
afkomu every time.

Viðskiptavinirnir og landsmenn eru hvort eð er stuck.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 18. Sep 2008 11:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
bimmer wrote:
fart wrote:
Það er bara voðalega týpískt að kenna bönkunum um þessa veikingu, dettur engum það í hug að bankarnir framleiða ekki peninga, þeir þurfa á viðskiptavinum að halda þannig að tekjur myndist. Svona veiking er lang flestum viðskiptavinum ekki til góðs.


Ef valið stendur á milli þess að hafa eigin afkomu lagi vs. að afkoma
viðskiptavina (og annara landsmanna) versni þá velur bankinn eigin
afkomu every time.

Viðskiptavinirnir og landsmenn eru hvort eð er stuck.


Þetta hangir saman maður, ef kúnnarnir brenna þarf bankinn að afskrifa og þ.a.l. tapa.

Það er mun "jákvæðara" gagnvart Moodys að sýna smá tap af rekstri tímabundið en að sýna hagnað og afskriftir myndi ég halda.

Menn gleyma dálítið því að september er mjög stór mánuður í jöklabréfum... og október líka. Menn eru greinilega ekki að framlengja og þess vegna veikist krónan, nema við viljum trúa því áfram að bankarnir séu að þessu.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 18. Sep 2008 11:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
loþað varð nú einhver viðsnúningur eftir risa aðgerðir seðlabankana, haldiði að það haldi eitthvað, eða sé bara mjög skammtíma?

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 18. Sep 2008 12:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Þetta er virkilega skemmtileg lesning hjá ykkur og mjög fróðleg.
Hef annars aldrei kynnst öðru eins. Maður les fjármálafréttir eins og um sé að ræða úrvals spennusögu. Nýjar og kræsandi frásagnir á hverjum degi.

Vona bara að sagan endi vel :o

Annars er ég að fara borga skólagjöld í pundum á morgun og krónan í sögulegu lágmarki. Vei :lol:

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 18. Sep 2008 14:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
Enn hækka stóru tölurnar sem mér finnst svo gaman að skrifa...

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item226881/
Quote:
Sex seðlabankar í Evrópu, Ameríku og Japan hafa lagt fram 180 milljarða dollara til að reyna að koma í veg fyrir frekari óróa á fjármálamörkuðum heimsins.


16,8 billjón krónur þakka þér fyrir :shock:
16.792.000.000.000 kr.

Hvað er hægt að fá marga E30 fyrir 16,8 billjónir? :lol:

Hvað eigum við að segja að stykkið sé á, að meðaltali?
200 þús kall..
83,9 milljón stykki :lol:


EDIT:
Þetta lag er um mig held ég.. :oops:
http://www.youtube.com/watch?v=lGKhV6WsNrA


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 18. Sep 2008 17:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
Þetta hangir saman maður, ef kúnnarnir brenna þarf bankinn að afskrifa og þ.a.l. tapa.


Þeir þurfa ekkert að brenna - þeir borga bara heimsins hæstu vexti
með summu hárra vaxta og verðtryggingar :wink:

Kerfið hérna er svo algerlega riggað fyrir bankana - eru bæði
með axlabönd og belti.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 18. Sep 2008 18:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Þórður, common. Fá bankanir verðtrygginguna? og háir vextir þýða ekki að álagningin sé há. Ertu s.s. að segja það að B&L græði meira á hverjum seldum BMW en Arnold Kontz í Lúx? bara að því að bílarnir eru dýrari í B&L :lol:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 18. Sep 2008 20:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
Þórður, common. Fá bankanir verðtrygginguna? og háir vextir þýða ekki að álagningin sé há. Ertu s.s. að segja það að B&L græði meira á hverjum seldum BMW en Arnold Kontz í Lúx? bara að því að bílarnir eru dýrari í B&L :lol:


Bankarnir fá ekki alla verðtrygginguna - þeirra "aðföng" hækka líka.
Það sem þetta gerir hins vegar er að öll áhættan er sett á skuldarann
einhliða - bankinn er stikkfrír.

Nú fyrst að svo er ætti maður að geta fengið vextina á skaplegu verði.
Ó nei, þeir eru sky high - hærri en þar sem bankar eru ekki með
verðtryggingu og þurfa að hafa áhættu af verðbólgu inn í vöxtum.

Fyrir skuldarann skiptir það engu máli hvað "innkaupsverð" íslenska
bankans á fjármagninu er - hann er að borga mjög háa vexti og
fæstir sem ég þekki eru með feit innlán á móti.


PS. Ekki taka þessu öllu sem árás á þig :wink:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. Sep 2008 10:45 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
bimmer wrote:
fart wrote:
Þórður, common. Fá bankanir verðtrygginguna? og háir vextir þýða ekki að álagningin sé há. Ertu s.s. að segja það að B&L græði meira á hverjum seldum BMW en Arnold Kontz í Lúx? bara að því að bílarnir eru dýrari í B&L :lol:


Bankarnir fá ekki alla verðtrygginguna - þeirra "aðföng" hækka líka.
Það sem þetta gerir hins vegar er að öll áhættan er sett á skuldarann
einhliða - bankinn er stikkfrír.

Nú fyrst að svo er ætti maður að geta fengið vextina á skaplegu verði.
Ó nei, þeir eru sky high - hærri en þar sem bankar eru ekki með
verðtryggingu og þurfa að hafa áhættu af verðbólgu inn í vöxtum.

Fyrir skuldarann skiptir það engu máli hvað "innkaupsverð" íslenska
bankans á fjármagninu er - hann er að borga mjög háa vexti og
fæstir sem ég þekki eru með feit innlán á móti.


PS. Ekki taka þessu öllu sem árás á þig :wink:

Sammála þessu.
Og á meðan bankarnir hafa verðtrygginguna, þá hafa þeir engan hag af því að leggja sitt af mörkum til að halda verðbólgunni niðri.
Almenningur er látinn bera ábyrgð á því með því að frysta kjarasamninga og herða sultarólina.

Og það er svo mikið bull hvernig þessi neysluvísitala er reiknuð.
Inni í henni er til dæmis íbúðaverð og olíuverð. Íbúðir verða seint taldar til neyslu og olíufurstarnir segja að há verðbólga ýti verðinu upp sem verður til þess að verðbólga hækkar enn meir!

Undanfarna mánuði hefur sala á fasteignum skrúfast niður í nánast ekki neitt, sala nýrra bíla er í sögulegu lágmarki og heimilin hafa skrúfað neyslu niður um fimmtung. Samt lækkar ekki verðbólgan!

Hverjir stýra verðinu á neysluvörum? Þeir sömu og eiga bankana?

Það þarf enginn að segja mér að bankarnir séu ekki að græða á þessu. Kannski ekki starfsmenn persónulega :wink:

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. Sep 2008 10:49 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
Finnst engum athugavert að Björgólfsfeðgar ætla að ganga í persónulega ábyrgð fyrir XL Leisures? :shock:

26 milljarðar?


Svo smellist ofan á það 55 milljarðar frá Nýsi, sem er á barmi gjaldþrota :shock:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. Sep 2008 11:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Flott hækkun á krónunni í byrjun dags, Dabbi kóngur var ekki lengi að tala hana upp :lol:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. Sep 2008 11:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
grettir wrote:
bimmer wrote:
fart wrote:
Þórður, common. Fá bankanir verðtrygginguna? og háir vextir þýða ekki að álagningin sé há. Ertu s.s. að segja það að B&L græði meira á hverjum seldum BMW en Arnold Kontz í Lúx? bara að því að bílarnir eru dýrari í B&L :lol:


Bankarnir fá ekki alla verðtrygginguna - þeirra "aðföng" hækka líka.
Það sem þetta gerir hins vegar er að öll áhættan er sett á skuldarann
einhliða - bankinn er stikkfrír.

Nú fyrst að svo er ætti maður að geta fengið vextina á skaplegu verði.
Ó nei, þeir eru sky high - hærri en þar sem bankar eru ekki með
verðtryggingu og þurfa að hafa áhættu af verðbólgu inn í vöxtum.

Fyrir skuldarann skiptir það engu máli hvað "innkaupsverð" íslenska
bankans á fjármagninu er - hann er að borga mjög háa vexti og
fæstir sem ég þekki eru með feit innlán á móti.


PS. Ekki taka þessu öllu sem árás á þig :wink:

Sammála þessu.
Og á meðan bankarnir hafa verðtrygginguna, þá hafa þeir engan hag af því að leggja sitt af mörkum til að halda verðbólgunni niðri.


Þetta er alveg svakalegt að heyra strákar. Þið hljótið að vera að grínast.

Bankarnir framleiða ekki peninginn sem þeir lána út. Viðskiptamódel banka er að lána út peninga sem aðrir lána bankanum. Ef banki lánar verðtryggt þýðir ekki að hann er einhliða að fá verðtrygginguna því að það þarf að fjármagna bankann á hinum endanum og það er hugsanlega/líklega gert verðtryggt líka (inn/út=núll) eða óverðtryggt, en eins og flestir vita eru óverðtryggðir vextir gjarnan c.a. sama og verðtryggðir + verðtrygging.

Bankarnir eru því ekki að græða á verðtryggingu nema staðan sé þannig þá stundina að þeir séu langir verðtryggðar eignir vs verðtryggðar skuldir og verðbólga sé að hækka. Flesitr reyna að halda þessu nautral, enda ekki business banka að græða á verðtryggngu heldur vaxtamun.

Þá er komið að vöxtunum. Þið haldið því fram að þeir séu óvenju háir á íslandi útaf álagningu bankanna??? :? hafið þið eitthvað kynnt ykkur hvað neyslulán kosta í annarstaðar í heiminum? Það vill svo skemmtilega til að vaxtamunur á neyslulánum er óvenju lágur á íslandi. Vextir eru hinsvegar mjög háir og það er stýrivöxtum seðlabankans að þakka og svo því hvað það kostar fyrir bankana að fjármagna sig erlendis, eða með innlánum. Það er gaman að segja frá því að sparifjáreigendur geta fengið allt að 20% ávöxtun á peningana sína á íslandi. Af hvejru ætli það sé? Eru bankarnir að gefa frá sér svona háa ávöxtun bara að ganni?

Ég bara neita að trúa því að menn séu ekki betur að sér í því hvernig þetta virkar heldur en það sem menn eru að segja hér.

Vaxtamunur (þ.e. álagning banka á fjármögnunarvexti sína) er alls ekki hár og sýnir það eins skýrt og mögulegt er að Íslensku bankarnir eru ekki að leggja meira á lán sín en t.d. aðrir norðurlandabankar. Ég geri ráð fyrir því að enginn hafi nennt að skoða uppgjör bankanna til að komast að þessu.

Ég er hinsvegar sammála því að það er alveg út í hött að hafa fasteignaverð inni í vísitölu neysluverðs, vegna þess að þegar fasteignir byrjuðu að hækka var það vegna lægri kostnaðar á fjármögnun (bankarnir n.b. sem lækkuðu vextina, ekki ríkið) og það eitt að fasteign hækkar útaf lækkun á fjármögnun þýðir ekki að fasteignin sé að hækka því að verðhækkun á fasteign að mínu mati mælist bara sem kostnaður við fjármögnun hvers fermeters. Lægri vexti þýða því að verðið getur verið hærra (en það er samt ekki að hækka heldur er fjármögnunin að lækka). Svo fer þetta inn í vísitöluna og verðbólgan fer af stað og þá hækkar seðlabankinn vexti og þá hækka vextir til almennings, en fasteignir eru þannig gerðar að verð þeirra hefur ákveðan innbyggða tregðu til að lækka og þess vegna lækka þær sjaldnast hvað nafnverð varðar. Hvað þýðir það? Jú ef fasteignir lækka ekkert af viti (nafnverð) þá koma þær ekkert til með að hjálpa verðbólgunni niður.

Það er ágætt að það komi fram að ég vinn í banka, en tek þessu samt ekkert persónulega þó að menn séu aðeins farnir að skjóta í þá átt. Mér finnst bara leiðinlegt þegar menn halda fram einhverju án þess að kynna sér málið. Það er voða auðvelt að kenna bara bönkunum um, skjóta bara frá mjöðm. Hugsanlega/líklega lánuðu bankarnir of mikið, en það var ENGINN að þvinga fólk í að skuldsetja kofann til að geta keyrt um á RR&Porsche sem síðar var skuldsettur til að kaupa hjólhýsið sem síðar var skuldsett fyrir fjórhjólinu. :lol:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. Sep 2008 11:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
Stanky wrote:
Finnst engum athugavert að Björgólfsfeðgar ætla að ganga í persónulega ábyrgð fyrir XL Leisures? :shock:

26 milljarðar?


Svo smellist ofan á það 55 milljarðar frá Nýsi, sem er á barmi gjaldþrota :shock:


nei ég v erð að segja að í ljósi þeirra stöðu sem þeir eru í þá finnst mér mjög eðlilegt að þeir séu að þessu, þetta hefði endað hjá þeim hvort sem er í gegnum landsbankann, sem hefði öruglega tekið eitt maraþonið niður listann í leiðini

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. Sep 2008 11:41 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
fart wrote:
grettir wrote:
bimmer wrote:
fart wrote:
Þórður, common. Fá bankanir verðtrygginguna? og háir vextir þýða ekki að álagningin sé há. Ertu s.s. að segja það að B&L græði meira á hverjum seldum BMW en Arnold Kontz í Lúx? bara að því að bílarnir eru dýrari í B&L :lol:


Bankarnir fá ekki alla verðtrygginguna - þeirra "aðföng" hækka líka.
Það sem þetta gerir hins vegar er að öll áhættan er sett á skuldarann
einhliða - bankinn er stikkfrír.

Nú fyrst að svo er ætti maður að geta fengið vextina á skaplegu verði.
Ó nei, þeir eru sky high - hærri en þar sem bankar eru ekki með
verðtryggingu og þurfa að hafa áhættu af verðbólgu inn í vöxtum.

Fyrir skuldarann skiptir það engu máli hvað "innkaupsverð" íslenska
bankans á fjármagninu er - hann er að borga mjög háa vexti og
fæstir sem ég þekki eru með feit innlán á móti.


PS. Ekki taka þessu öllu sem árás á þig :wink:

Sammála þessu.
Og á meðan bankarnir hafa verðtrygginguna, þá hafa þeir engan hag af því að leggja sitt af mörkum til að halda verðbólgunni niðri.


Þetta er alveg svakalegt að heyra strákar. Þið hljótið að vera að grínast.

Bankarnir framleiða ekki peninginn sem þeir lána út. Viðskiptamódel banka er að lána út peninga sem aðrir lána bankanum.


Ertu að segja að bankar láni aðeins þann pening sem einhver annar hefur lagt inn og græði á vaxtamismuninum þar? Ef svo væri þá þyrftu menn aldrei að óttast "run" á bankann.

Því eftir því sem ég veit best þá getur banki lánað mun meira út en er lagt inn í hann og það er einmitt framleiðsla á peningum. Og það á stóran þátt í því sem gerst hefur heima (jafnt á við það að fólk hefur eytt eins og það sé engin morgundagur).

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. Sep 2008 11:46 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
bebecar wrote:
fart wrote:
grettir wrote:
bimmer wrote:
fart wrote:
Þórður, common. Fá bankanir verðtrygginguna? og háir vextir þýða ekki að álagningin sé há. Ertu s.s. að segja það að B&L græði meira á hverjum seldum BMW en Arnold Kontz í Lúx? bara að því að bílarnir eru dýrari í B&L :lol:


Bankarnir fá ekki alla verðtrygginguna - þeirra "aðföng" hækka líka.
Það sem þetta gerir hins vegar er að öll áhættan er sett á skuldarann
einhliða - bankinn er stikkfrír.

Nú fyrst að svo er ætti maður að geta fengið vextina á skaplegu verði.
Ó nei, þeir eru sky high - hærri en þar sem bankar eru ekki með
verðtryggingu og þurfa að hafa áhættu af verðbólgu inn í vöxtum.

Fyrir skuldarann skiptir það engu máli hvað "innkaupsverð" íslenska
bankans á fjármagninu er - hann er að borga mjög háa vexti og
fæstir sem ég þekki eru með feit innlán á móti.


PS. Ekki taka þessu öllu sem árás á þig :wink:

Sammála þessu.
Og á meðan bankarnir hafa verðtrygginguna, þá hafa þeir engan hag af því að leggja sitt af mörkum til að halda verðbólgunni niðri.


Þetta er alveg svakalegt að heyra strákar. Þið hljótið að vera að grínast.

Bankarnir framleiða ekki peninginn sem þeir lána út. Viðskiptamódel banka er að lána út peninga sem aðrir lána bankanum.


Ertu að segja að bankar láni aðeins þann pening sem einhver annar hefur lagt inn og græði á vaxtamismuninum þar? Ef svo væri þá þyrftu menn aldrei að óttast "run" á bankann.

Því eftir því sem ég veit best þá getur banki lánað mun meira út en er lagt inn í hann og það er einmitt framleiðsla á peningum. Og það á stóran þátt í því sem gerst hefur heima (jafnt á við það að fólk hefur eytt eins og það sé engin morgundagur).


Quote:
Viðskiptamódel banka er að lána út peninga sem aðrir lána bankanum.

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33 ... 246  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group