grettir wrote:
bimmer wrote:
fart wrote:
Þórður, common. Fá bankanir verðtrygginguna? og háir vextir þýða ekki að álagningin sé há. Ertu s.s. að segja það að B&L græði meira á hverjum seldum BMW en Arnold Kontz í Lúx? bara að því að bílarnir eru dýrari í B&L

Bankarnir fá ekki alla verðtrygginguna - þeirra "aðföng" hækka líka.
Það sem þetta gerir hins vegar er að öll áhættan er sett á skuldarann
einhliða - bankinn er stikkfrír.
Nú fyrst að svo er ætti maður að geta fengið vextina á skaplegu verði.
Ó nei, þeir eru sky high - hærri en þar sem bankar eru ekki með
verðtryggingu og þurfa að hafa áhættu af verðbólgu inn í vöxtum.
Fyrir skuldarann skiptir það engu máli hvað "innkaupsverð" íslenska
bankans á fjármagninu er - hann er að borga mjög háa vexti og
fæstir sem ég þekki eru með feit innlán á móti.
PS. Ekki taka þessu öllu sem árás á þig

Sammála þessu.
Og á meðan bankarnir hafa verðtrygginguna, þá hafa þeir engan hag af því að leggja sitt af mörkum til að halda verðbólgunni niðri.
Þetta er alveg svakalegt að heyra strákar. Þið hljótið að vera að grínast.
Bankarnir framleiða ekki peninginn sem þeir lána út. Viðskiptamódel banka er að lána út peninga sem aðrir lána bankanum. Ef banki lánar verðtryggt þýðir ekki að hann er einhliða að fá verðtrygginguna því að það þarf að fjármagna bankann á hinum endanum og það er hugsanlega/líklega gert verðtryggt líka (inn/út=núll) eða óverðtryggt, en eins og flestir vita eru óverðtryggðir vextir gjarnan c.a. sama og verðtryggðir + verðtrygging.
Bankarnir eru því ekki að græða á verðtryggingu nema staðan sé þannig þá stundina að þeir séu langir verðtryggðar eignir vs verðtryggðar skuldir og verðbólga sé að hækka. Flesitr reyna að halda þessu nautral, enda ekki business banka að græða á verðtryggngu heldur vaxtamun.
Þá er komið að vöxtunum. Þið haldið því fram að þeir séu óvenju háir á íslandi útaf álagningu bankanna???

hafið þið eitthvað kynnt ykkur hvað neyslulán kosta í annarstaðar í heiminum? Það vill svo skemmtilega til að vaxtamunur á neyslulánum er óvenju lágur á íslandi. Vextir eru hinsvegar mjög háir og það er stýrivöxtum seðlabankans að þakka og svo því hvað það kostar fyrir bankana að fjármagna sig erlendis, eða með innlánum. Það er gaman að segja frá því að sparifjáreigendur geta fengið allt að 20% ávöxtun á peningana sína á íslandi. Af hvejru ætli það sé? Eru bankarnir að gefa frá sér svona háa ávöxtun bara að ganni?
Ég bara neita að trúa því að menn séu ekki betur að sér í því hvernig þetta virkar heldur en það sem menn eru að segja hér.
Vaxtamunur (þ.e. álagning banka á fjármögnunarvexti sína) er alls ekki hár og sýnir það eins skýrt og mögulegt er að Íslensku bankarnir eru ekki að leggja meira á lán sín en t.d. aðrir norðurlandabankar. Ég geri ráð fyrir því að enginn hafi nennt að skoða uppgjör bankanna til að komast að þessu.
Ég er hinsvegar sammála því að það er alveg út í hött að hafa fasteignaverð inni í vísitölu neysluverðs, vegna þess að þegar fasteignir byrjuðu að hækka var það vegna lægri kostnaðar á fjármögnun (bankarnir n.b. sem lækkuðu vextina, ekki ríkið) og það eitt að fasteign hækkar útaf lækkun á fjármögnun þýðir ekki að fasteignin sé að hækka því að verðhækkun á fasteign að mínu mati mælist bara sem kostnaður við fjármögnun hvers fermeters. Lægri vexti þýða því að verðið getur verið hærra (en það er samt ekki að hækka heldur er fjármögnunin að lækka). Svo fer þetta inn í vísitöluna og verðbólgan fer af stað og þá hækkar seðlabankinn vexti og þá hækka vextir til almennings, en fasteignir eru þannig gerðar að verð þeirra hefur ákveðan innbyggða tregðu til að lækka og þess vegna lækka þær sjaldnast hvað nafnverð varðar. Hvað þýðir það? Jú ef fasteignir lækka ekkert af viti (nafnverð) þá koma þær ekkert til með að hjálpa verðbólgunni niður.
Það er ágætt að það komi fram að ég vinn í banka, en tek þessu samt ekkert persónulega þó að menn séu aðeins farnir að skjóta í þá átt. Mér finnst bara leiðinlegt þegar menn halda fram einhverju án þess að kynna sér málið. Það er voða auðvelt að kenna bara bönkunum um, skjóta bara frá mjöðm. Hugsanlega/líklega lánuðu bankarnir of mikið, en það var ENGINN að þvinga fólk í að skuldsetja kofann til að geta keyrt um á RR&Porsche sem síðar var skuldsettur til að kaupa hjólhýsið sem síðar var skuldsett fyrir fjórhjólinu.
