Já, ég var þekktur í fjölskyldunni sem alger átvagl þegar ég var yngstur, mútta fór með mig í búðir og ég smakkaði allt sem var hægt að prufa og át eins og mesti herramaður, alltaf þótti mér maturinn góður
Svo einn daginn í kringum blótin þá fór mútta með mig í hagkaup og þar var verið að bjóða uppá hákarl...svo mamma ákveður að leyfa átvaglinum að prufa og viti menn...hún komst með skeiðina uppað munninum áður en ég grenjaði og gargaðu svo mikið að hún þurfti að fara með mig útúr hagkaup á stundinni

þannig ég held ég sé ekkert á leiðinni að fara að snerta blessaðan hákarlinn..sérstaklega ekki eftir að ég hef orðið mun matvandari en í den nú á dögum...
