tekið af
http://www.leoemm.com/um_bila.htm
"Í jeppatímaritum eru stundum sýningarjeppar með mörgum dempurum við hvert hjól. Stundum mætti ætla að stællinn væri því meiri eftir sem fleiri demparar eru fyrir hvert hjól - og auðvitað helst krómaðir. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því að fleiri en einn dempari er hafður við hvert hjól - önnur en stællinn ?
Því stínnari sem dempara er - því meira viðnám er innan í honum. Til þess að slíkur dempari rokhitni ekki strax við mikið álag er slífin höfð sver þannig að hún rúmi meiri vökva. Það gefur jafnframt augaleið að tveir linir demparar, sem hafa samanlagt sömu stífni og einn, hitna helmingi minna við álag: Tveir vinna sömu vinnu og einn. Í stað eins dempara með eitt gat í stimpli eru notaðir tveir jafnstórir demparar með stimpilgöt með tvöföldu flæði. Það er því misskilningur hafi einhver haldið að tvöföldun demparanna leiði til stífari fjörðunar - ef eitthvað er þá er hún höfð mýkri - og það er einnig misskilningur, líklega nokkuð algengur, að fleiri demparar en þessir hefðbundnu fjórir séu fyrst og fremst fyrir stælinn en ekki úthaldið."[/url]
_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--