fart wrote:
það mætti halda að þú sért eitthvað litaður í þessu Þórður, dómstólar dæma ekki eftir einhverjum hagsmunm þó svo að niðurstaðan sé aldrei öllum í hag. Það er ekki ólöglegt að lána á 3% vöxtum, ef þeir vextir eru tilgreindir í Íslenskum krónum, hinsvegar er verið (eftir því sem ég best veit) að dæma það ólöglegt að lána í einhverri vaxtakörfu erlendra gjaldmiðla.
Ég get alveg útbúið skuldabréf þar sem ég lána þér á 0% vöxtum, svo lengi sem ég tilgreini höfuðstól og vexti í Íslenksum krónum fullkomlega löglega, hinsvegar eru til ákvæði (eftir því sem ég best veit) sem takmarka það hversu háir vextirnir geta verið, til þess að vernda lántaka og hygla ekki hagsmunum fjármagseiganda.
Edit: ég tek það fram að það hlakkar ekkert í mér að lántekendur þurfi hugsanleg að borga meira til baka en þeir töldu sig hugsanlega þurfa að gera. Tek það líka fram að ég á enga hagsmuni að þessu máli. Sem upphafsmaður þessa topics finnst mér málið einfaldlega mjög áhugavert og erfitt viðureignar. Það er engin "galdralausn". Það eru hugsanlega einhverjir sem gætu hugsað að sanngirni eigi að gilda þegar aðstæður verða eins og þær eru í dag. Hagsmunir þeirra sem tóku ekki þessi lán eru líka undir.
Hvort sem ég er litaður eða ekki þá hljóta lög að þurfa að gilda.
Það sem upphaflega var dæmt ólöglegt er að tengja vexti láns sem veitt er í krónum og borgað með
krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Aðeins þetta atriði var dæmt ólöglegt en samningurinn látinn
standa að öðru leyti enda löglegur. Það stendur nefnilega hvergi að óheimilt sé að lána á lágum
vöxtum eða að hafa vextina miðaða við erlenda vexti.
Þannig að.... þetta er nú orðið business hagsmunamál bankanna. Þetta er orðinn vondur díll.
Það sem gerir þetta enn meira fucked fyrir bankana er að þeir hafa vitað frá byrjun að þessi
gengistenging er ólögleg sbr. bréf formanns samtaka þeirra frá 2001 varðandi lagasetninguna
þá.
Þannig að bankarnir hafa tekið mikinn séns og samið af sér. Það er ekki bannað að semja
af sér og ekki hlutverk dómstóla að redda mönnum út úr slíku.
Það sem mér finnst algerlega óásættanlegt að stokkið sé upp til handa og fóta við að bæta
bönkunum upp þeirra tap af sínu lögbroti. Það er það sem héraðsdómur gerir í dag - lætur
þá fá margfalt hærri vexti en giltu í samningnum.
Það er náttúrulega búinn að vera gríðarlegur þrýstingur frá stjórnvöldum um að fá þessa
niðurstöðu fram og það hefur tekist með héraðsdóm. Hef meiri trú á hæstarétti.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...