bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 16:18

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 188, 189, 190, 191, 192, 193, 194 ... 246  Next
Author Message
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 11:37 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Glæsilegar fréttir!

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/heradsdomur-reykjavikur-samningsvextir-gilda-ekki-um-bilalan--adrir-vextir-akvednir

Vonum að þessi dómur haldi fyrir Hæstarétti! :thup:

Edit: Dómurinn kominn á netið http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201004787&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 12:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Jónas wrote:


Þetta meikar sense.. annars var áhugavert comment frá fyrrverandi seðlabankastjóra, þar sem að hann sagði eitthvað á þá leið að báðir aðilar væru sekir um eitthvað ólöglegt þegar ólöglegt lán er gefið, bæði lánveitandi og skuldari.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 12:10 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
fart wrote:
Jónas wrote:


Þetta meikar sense.. annars var áhugavert comment frá fyrrverandi seðlabankastjóra, þar sem að hann sagði eitthvað á þá leið að báðir aðilar væru sekir um eitthvað ólöglegt þegar ólöglegt lán er gefið, bæði lánveitandi og skuldari.


Eiríkur Guðnason vissi mætavel að þessi lán væru ólögleg - sat meira að segja í nefnd sem fjallaði um málið, svo hann er meðsekari en nokkur annar. Einkennilegt að fara fram að það að venjulegir neytendur þurfi að vera löglærðir til að skrifa undir samninga.
En það er kannski jafn sjálfsagt og að viðskiptafræðingum finnst það eðlileg að venjulegt fólk þyrfti að vera sérfræðingar í afleiðuviðskiptum til að kaupa bíl.

Endilega takið stöðu með glæponunum.

I call bullshit.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 12:32 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
fart wrote:
Jónas wrote:


Þetta meikar sense.. annars var áhugavert comment frá fyrrverandi seðlabankastjóra, þar sem að hann sagði eitthvað á þá leið að báðir aðilar væru sekir um eitthvað ólöglegt þegar ólöglegt lán er gefið, bæði lánveitandi og skuldari.


Já, það var mjög spes. Enda er hann búinn að biðjast afsökunar á þeim ummælum: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1079202/

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 15:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Jónas wrote:


Já það er sérlega glæsilegt að hagsmunir fjármálafyrirtækja séu
mikilvægari en lög og reglur. Skulum vona að Hæstiréttur sýni
hvað er mikilvægara.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 15:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
iar wrote:
fart wrote:
Jónas wrote:


Þetta meikar sense.. annars var áhugavert comment frá fyrrverandi seðlabankastjóra, þar sem að hann sagði eitthvað á þá leið að báðir aðilar væru sekir um eitthvað ólöglegt þegar ólöglegt lán er gefið, bæði lánveitandi og skuldari.


Já, það var mjög spes. Enda er hann búinn að biðjast afsökunar á þeim ummælum: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1079202/


Já og enn meira spes eru eftirfarandi ummæli frá honum hér: http://m5.is/?gluggi=frett&id=116975

"Einstakir samningar voru ekki bornir undir okkur. Við trúðum að þetta væru almenn gjaldeyrislán,
að kúnninn hafi fengið gjaldeyri eða gert samning við lánafyrirtækið um að kaupa gjaldeyrinn á
kaupgengi bankans þegar lánið var tekið og þegar borgað var af láninu myndu lántakendur þurfa
að kaupa gjaldeyri á sölugengi dagsins og borgað þannig.
"

Já einmitt!!!!! :roll: :roll: :roll: :roll:

Og við vorum með þrjá svona jólasveina á launum.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 16:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
bimmer wrote:
Jónas wrote:


Já það er sérlega glæsilegt að hagsmunir fjármálafyrirtækja séu
mikilvægari en lög og reglur. Skulum vona að Hæstiréttur sýni
hvað er mikilvægara.

EF einhverjir hagsmunir eru teknir framyfir einhverja aðra hagsmuni þá eru það almanna hagsmunir sem eru þarna að vinna v.s. hagsmunir þeirra sem tóku þessu lán.

Hinsvegar er nokkuð ljóst að þanna fóru tveir aðilar í samning, það er ekki búið að dæma samninginn sem slíkan ógildan heldur aðeins ákvæðin um kjörin, (gengistryggingu höfuðstóls og svo vexti) en skv. Íslenskum lögum er bannað að tengja höfuðstólk krónulána við gengi gjaldmiðla eða semja um vexti annarra gjaldmiðla en krónu þegar króna er lánuð.

Rök héraðsdóms eru því að í grunninn skulu samningar standa, 1króna lánðu skal eina krónu endurgjalda, en á löglegum kjörum.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 16:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
bimmer wrote:
Jónas wrote:


Já það er sérlega glæsilegt að hagsmunir fjármálafyrirtækja séu
mikilvægari en lög og reglur. Skulum vona að Hæstiréttur sýni
hvað er mikilvægara.

EF einhverjir hagsmunir eru teknir framyfir einhverja aðra hagsmuni þá eru það almanna hagsmunir sem eru þarna að vinna v.s. hagsmunir þeirra sem tóku þessu lán.

Hinsvegar er nokkuð ljóst að þanna fóru tveir aðilar í samning, það er ekki búið að dæma samninginn sem slíkan ógildan heldur aðeins ákvæðin um kjörin, (gengistryggingu höfuðstóls og svo vexti) en skv. Íslenskum lögum er bannað að tengja höfuðstólk krónulána við gengi gjaldmiðla eða semja um vexti annarra gjaldmiðla en krónu þegar króna er lánuð.

Rök héraðsdóms eru því að í grunninn skulu samningar standa, 1króna lánðu skal eina krónu endurgjalda, en á löglegum kjörum.


Sleppum þá bara þessu lagaþrasi og látum héðan í frá meinta hagsmuni heildarinnar
ráða niðurstöðu dómsmála. Má örugglega spara hellning við að leggja þessa helv.
dómstóla bara niður og láta ráðherra bara ákveða hvað er þjóðhagslega best.

Og varðandi "löglega" vexti - það er ekki ólöglegt að lána á 3% óverðtryggðum vöxtum.
Það er hins vegar ekki góður bissness.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 17:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
bimmer wrote:
fart wrote:
bimmer wrote:
Jónas wrote:


Já það er sérlega glæsilegt að hagsmunir fjármálafyrirtækja séu
mikilvægari en lög og reglur. Skulum vona að Hæstiréttur sýni
hvað er mikilvægara.

EF einhverjir hagsmunir eru teknir framyfir einhverja aðra hagsmuni þá eru það almanna hagsmunir sem eru þarna að vinna v.s. hagsmunir þeirra sem tóku þessu lán.

Hinsvegar er nokkuð ljóst að þanna fóru tveir aðilar í samning, það er ekki búið að dæma samninginn sem slíkan ógildan heldur aðeins ákvæðin um kjörin, (gengistryggingu höfuðstóls og svo vexti) en skv. Íslenskum lögum er bannað að tengja höfuðstólk krónulána við gengi gjaldmiðla eða semja um vexti annarra gjaldmiðla en krónu þegar króna er lánuð.

Rök héraðsdóms eru því að í grunninn skulu samningar standa, 1króna lánðu skal eina krónu endurgjalda, en á löglegum kjörum.


Sleppum þá bara þessu lagaþrasi og látum héðan í frá meinta hagsmuni heildarinnar
ráða niðurstöðu dómsmála. Má örugglega spara hellning við að leggja þessa helv.
dómstóla bara niður og láta ráðherra bara ákveða hvað er þjóðhagslega best.

Og varðandi "löglega" vexti - það er ekki ólöglegt að lána á 3% óverðtryggðum vöxtum.
Það er hins vegar ekki góður bissness.


það mætti halda að þú sért eitthvað litaður í þessu Þórður, dómstólar dæma ekki eftir einhverjum hagsmunm þó svo að niðurstaðan sé aldrei öllum í hag. Það er ekki ólöglegt að lána á 3% vöxtum, ef þeir vextir eru tilgreindir í Íslenskum krónum, hinsvegar er verið (eftir því sem ég best veit) að dæma það ólöglegt að lána í einhverri vaxtakörfu erlendra gjaldmiðla.

Ég get alveg útbúið skuldabréf þar sem ég lána þér á 0% vöxtum, svo lengi sem ég tilgreini höfuðstól og vexti í Íslenksum krónum fullkomlega löglega, hinsvegar eru til ákvæði (eftir því sem ég best veit) sem takmarka það hversu háir vextirnir geta verið, til þess að vernda lántaka og hygla ekki hagsmunum fjármagseiganda.

Edit: ég tek það fram að það hlakkar ekkert í mér að lántekendur þurfi hugsanleg að borga meira til baka en þeir töldu sig hugsanlega þurfa að gera. Tek það líka fram að ég á enga hagsmuni að þessu máli. Sem upphafsmaður þessa topics finnst mér málið einfaldlega mjög áhugavert og erfitt viðureignar. Það er engin "galdralausn". Það eru hugsanlega einhverjir sem gætu hugsað að sanngirni eigi að gilda þegar aðstæður verða eins og þær eru í dag. Hagsmunir þeirra sem tóku ekki þessi lán eru líka undir.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 18:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
það mætti halda að þú sért eitthvað litaður í þessu Þórður, dómstólar dæma ekki eftir einhverjum hagsmunm þó svo að niðurstaðan sé aldrei öllum í hag. Það er ekki ólöglegt að lána á 3% vöxtum, ef þeir vextir eru tilgreindir í Íslenskum krónum, hinsvegar er verið (eftir því sem ég best veit) að dæma það ólöglegt að lána í einhverri vaxtakörfu erlendra gjaldmiðla.

Ég get alveg útbúið skuldabréf þar sem ég lána þér á 0% vöxtum, svo lengi sem ég tilgreini höfuðstól og vexti í Íslenksum krónum fullkomlega löglega, hinsvegar eru til ákvæði (eftir því sem ég best veit) sem takmarka það hversu háir vextirnir geta verið, til þess að vernda lántaka og hygla ekki hagsmunum fjármagseiganda.

Edit: ég tek það fram að það hlakkar ekkert í mér að lántekendur þurfi hugsanleg að borga meira til baka en þeir töldu sig hugsanlega þurfa að gera. Tek það líka fram að ég á enga hagsmuni að þessu máli. Sem upphafsmaður þessa topics finnst mér málið einfaldlega mjög áhugavert og erfitt viðureignar. Það er engin "galdralausn". Það eru hugsanlega einhverjir sem gætu hugsað að sanngirni eigi að gilda þegar aðstæður verða eins og þær eru í dag. Hagsmunir þeirra sem tóku ekki þessi lán eru líka undir.


Hvort sem ég er litaður eða ekki þá hljóta lög að þurfa að gilda.

Það sem upphaflega var dæmt ólöglegt er að tengja vexti láns sem veitt er í krónum og borgað með
krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Aðeins þetta atriði var dæmt ólöglegt en samningurinn látinn
standa að öðru leyti enda löglegur. Það stendur nefnilega hvergi að óheimilt sé að lána á lágum
vöxtum eða að hafa vextina miðaða við erlenda vexti.

Þannig að.... þetta er nú orðið business hagsmunamál bankanna. Þetta er orðinn vondur díll.

Það sem gerir þetta enn meira fucked fyrir bankana er að þeir hafa vitað frá byrjun að þessi
gengistenging er ólögleg sbr. bréf formanns samtaka þeirra frá 2001 varðandi lagasetninguna
þá.

Þannig að bankarnir hafa tekið mikinn séns og samið af sér. Það er ekki bannað að semja
af sér og ekki hlutverk dómstóla að redda mönnum út úr slíku.

Það sem mér finnst algerlega óásættanlegt að stokkið sé upp til handa og fóta við að bæta
bönkunum upp þeirra tap af sínu lögbroti. Það er það sem héraðsdómur gerir í dag - lætur
þá fá margfalt hærri vexti en giltu í samningnum.

Það er náttúrulega búinn að vera gríðarlegur þrýstingur frá stjórnvöldum um að fá þessa
niðurstöðu fram og það hefur tekist með héraðsdóm. Hef meiri trú á hæstarétti.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 18:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Ég hef ekki séð viðkomandi skuldabréf, en EF þar stendur ákveðin vaxtaprósenta blákallt (fasti), eða ákveðinn afsláttur frá vöxtum seðlabanka, er þessi dómur fáránlegur, og pantaður, og litaður, og fyrirfram ákveðin.. í besta falli bensín á eld þeirra sem trúa að slíkur sé framgangur réttvísinnar.

EF skuldabréfið er þannig uppsett að vextir bréfsins eru eitthvað vegið meðaltal vaxta annarra gjaldmiðla, eða vaxtavísitalna annarra gjaldmiðla, eru kjörin ólögleg, en lánið ekki... Samkvæmt dómnum, með vísan í lög.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 18:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
EF skuldabréfið er þannig uppsett að vextir bréfsins eru eitthvað vegið meðaltal vaxta annarra gjaldmiðla, eða vaxtavísitalna annarra gjaldmiðla, eru kjörin ólögleg, en lánið ekki.


Hvaða lög segja að þetta sé ólöglegt - þe. að lána í krónum en miða við erlenda vexti?

Held að flestir samningar amk. til einstaklinga miði við Libor + álag banka.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 18:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
bimmer wrote:
fart wrote:
EF skuldabréfið er þannig uppsett að vextir bréfsins eru eitthvað vegið meðaltal vaxta annarra gjaldmiðla, eða vaxtavísitalna annarra gjaldmiðla, eru kjörin ólögleg, en lánið ekki.


Hvaða lög segja að þetta sé ólöglegt - þe. að lána í krónum en miða við erlenda vexti?

Held að flestir samningar amk. til einstaklinga miði við Libor + álag banka.


Smaningsvextir sem taka tillit til vaxtaþróunar annarra gjaldmiðla en ISK eru ekki löglegir ef ég skil dóminn (og þá lögin) rétt. NB hef ekki séð hvernig skuldabréfið er sett upp og vextir skilgreindir. En það er ekkert sem bannar fasta vexti, það er ekkert sem bannar reibor/libor á krónur, en að tengja það við ótengda gjaldmiðla er líklega það sem dómurinn vísar í.

OG.. dómur um eina tegund skuldabréfa þarf ekki að giilda um skuldabréf annarra lánafyrirtækja, því að orðalagið og/eða skilgreiningar á kjörunum ráða á endanum.

Edit :santa: : tek það fram að ég er hvorki Lögmaður eða sérfræðingur í þeim lögum sem um ræðir, en hugsanlega er þetta þannig að ef dómarar eru sammála um að gengistrygging höfuðstóls sé ólögleg til að byrja með séu kjör lánsins almennt ólögleg, og elðilegt að "venjuleg" ISK samningskjör gildi, þ.e. miðað við sambærilega gerninga.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 19:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
bimmer wrote:
fart wrote:
EF skuldabréfið er þannig uppsett að vextir bréfsins eru eitthvað vegið meðaltal vaxta annarra gjaldmiðla, eða vaxtavísitalna annarra gjaldmiðla, eru kjörin ólögleg, en lánið ekki.


Hvaða lög segja að þetta sé ólöglegt - þe. að lána í krónum en miða við erlenda vexti?

Held að flestir samningar amk. til einstaklinga miði við Libor + álag banka.


Smaningsvextir sem taka tillit til vaxtaþróunar annarra gjaldmiðla en ISK eru ekki löglegir ef ég skil dóminn (og þá lögin) rétt. NB hef ekki séð hvernig skuldabréfið er sett upp og vextir skilgreindir. En það er ekkert sem bannar fasta vexti, það er ekkert sem bannar reibor/libor á krónur, en að tengja það við ótengda gjaldmiðla er líklega það sem dómurinn vísar í.

OG.. dómur um eina tegund skuldabréfa þarf ekki að giilda um skuldabréf annarra lánafyrirtækja, því að orðalagið og/eða skilgreiningar á kjörunum ráða á endanum.

Edit :santa: : tek það fram að ég er hvorki Lögmaður eða sérfræðingur í þeim lögum sem um ræðir, en hugsanlega er þetta þannig að ef dómarar eru sammála um að gengistrygging höfuðstóls sé ólögleg til að byrja með séu kjör lánsins almennt ólögleg, og elðilegt að "venjuleg" ISK samningskjör gildi, þ.e. miðað við sambærilega gerninga.


Dómurinn segir ekki að það sé ólöglegt að tengja þetta saman og vísar ekki í nein lög því til stuðnings.

Hins vegar er þetta lógíkin:

"Af hálfu stefnanda er byggt á því að í ljósi framangreindrar niðurstöðu Hæstaréttar um gengistryggingu í samningi aðila séu vaxtaákvæði ógild þar sem það hafi verið forsenda vaxtaákvörðunarinnar að lánið væri gengistryggt en sú forsenda hafi verið röng og því brostið. Ákveðið samhengi er milli vaxta og grunns verðtryggingar og er fallist á það með stefnanda að umsamdir vextir hafi verið ákvarðaðir með hliðsjón af gengistryggingunni, sem nú hefur verið dæmd óheimil. Um er að ræða lága vexti, svonefnda Libor vexti, sem taka mið af gjaldmiðlum í myntkörfu lánsins. Þykir ljóst að gengistryggingin hafi af hálfu lánveitanda verið ákvörðunarástæða þess að samið var um framangreinda vexti, auk þess sem telja verður að um hafi verið að ræða verulega forsendu umsaminna vaxta. Í 7. gr. samningsins segir að fram komi bæði í fyrirsögn hans og í 4. gr. hvort hann sé verðtryggður, óverðtryggður eða gengistryggður. Liggur því fyrir að stefnandi bauð lán með þrenns konar kjörum og er ljóst að um vexti fer eftir því hvort samið var um einhvers konar verðtryggingu eða ekki og jafnframt að vextir voru ekki þeir sömu þegar um var að ræða annars vegar gengistryggingu og hins vegar það, sem í 7. gr. samningsins er nefnt verðtrygging. Verður því að telja, að stefnda hafi verið fullljóst að umrætt lán frá stefnanda bæri vexti sem tækju mið af umsaminni verðtryggingu í erlendri mynt.

Að þessu virtu og með hliðsjón af efni umrædds samnings er ljóst að aðilar hafa við gerð hans tekið mið af því að lánið yrði verðtryggt með ákveðnum hætti og að jafnframt yrðu greiddir vextir sem tækju mið af umsaminni gengistryggingu sem dæmd hefur verið óheimil. Vegna þessara forsendna, sem taldar verða verulegar og ákvörðunarástæða fyrir lánveitingunni og báðum aðilum máttu vera ljósar, en reyndust vera rangar, verður að fallast á það með stefnanda að samningur aðila bindi hann ekki að því er vaxtaákvörðunina varðar. Á stefnandi því rétt á, að stefndi greiði honum þá fjárhæð, sem ætla má að aðilar hefðu ellegar sammælst um, án tillits til villu þeirra beggja. Þykja hvorki neytendasjónarmið né staða aðila við samningsgerðina breyta þeirri niðurstöðu."

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/ ... l=1&Words=

Þannig að það er verið að stilla upp "hvað hefði gerst ef" scenario til að redda bönkunum.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Fri 23. Jul 2010 19:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Common þórður, þú ferð að minna á Mel Gibson í ákveðinni Hollywood mynd :alien: . Er dómurinn ekki einfaldlega að beita sanngirnissjónarmiðum (eins og OFT er gert) til að leisa ágreiningsmál milli tveggja aðila á þann hátt að báðir aðilar beri skertann hag af, en samt skerðingu sem þeir eiga að geta sætt sig við. Mundu að þetta er fjórða varakrafa Lýsingar (eða álíka).
Það er nokkuð ljóst að enginn hefði lánað á jenavöxtum (eða CHF/EUR/USD) Íslenskar krónur án þess að niðurgreiða áhættuna með því að hengja höfuðstólinn við mögulega veikingu viðkomandi gjaldmiðils þar sem að vextir sama gjaldmiðils ákvarðast af framvirku áhættunni sem tekur tilllit til stýrivaxta á hverjum tíma, væntinga um vaxtaákvarðanir heimaseðlabanka þessarar myntar og væntinga um krossgengi viðkomandi gjaldmiðils í framtíðinni.

Þeir sem tóku þessi lán þurfa bara að hætta að líta á mögulega niðurstöðu sem einhvern lottóvinning, að fá ISK lánað á jena-chf vöxtum. Fólk þarf bara að sætta sig við að þurfa að borga "sanngjarna" vexti (á íslenskan mælikvarða) þó svo að vextir á Íslandi geti seint talið sanngjarnir í alþjóðlegu samhengi, en það er krónunni að kenna.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 188, 189, 190, 191, 192, 193, 194 ... 246  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 30 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group