ég hef keypt keðjusprey, svo á veturnar hef ég keypt e-h hvíta drulluá spreybrúsa sem virkar mjög vel, en hinsvegar verður keðjan og tannhjólin frekar viðbjóðsleg af þeim,
demparinn er frekar trouble free. við mig var sagt að passa bara að það væri ekki sandur í pakkdósunum þar sem hann gengur saman.
ég er sammála þér með mongoose, þau heilluðu mig alls ekki, ég fór og skoðaði nokkur jamis hjól um daginn og þau hafa hækkað, þegar ég keypti mitt var hægt að fá jamis durango með deore skiptum og tektro vökvabremsum og flr á 130, og durango 3 með SRAM X7 og propper dempara 170
annars er það nú þannig að þegar þú ert kominn í þessi verð eru þetta flest allt orðinn mjög frambærileg hjól. hvernig manni sjálfum líkar svo við hjólið getur enginn sagt manni,
bróðir minn var að uppfæra í Cube á 29". XT skiptar og fullt af gúmmelaði, virkilega flott hjól.
hann hafði verið á jamis durango2 sem var voða þægilegt hjól, en þegar við vorum komnir á stígana þá var bara nánast ómögulegt að halda í við mitt hjól.
ég kenndi honum um þangað til við víxluðum og ég átti í fullu tré með að halda mér nálægt honum.
þarna var ástæðan geometrið í stellinu m.a. dýrari hjólin eru oft kominn með lægra og framþyngra stell og mun lægri þyngdarpunkt, ég fann það vel á hinu hjólinu hvað þyngdarpunkturinn hækkaði, og minnkaði í leiðinni öryggið sem maður hafði til að beita hjólinu
ég mun nú sein teljast einhver hjólaspekingur

flest þekking sem ég hafði var nú bara síðan maður var gutti, þetta er mest allt sama dótið í gangi ennþá,
þegar ég var að kaupa mér hjól þá fór ég bara alltaf alveg yfir hvað var á hjólinu, þau eru nánast alltaf úr samblöndu af pörtum frá shimano eða sram, sum alveg annaðhvort sum ekki. (sram framleiðis rock shox demparana)
svo er mismunandi með stellinn, hvaða ál er notað, 6061 eða 7005, hvort þau eru buttet, double buttet eða triple(all) buttet,
sumir framleiðendur eru svo með eilýfðar ábyrgð á stellunum (jamis og trek allavega)
buttet er hversu solid pípurnar í stellinu eru, non buttet væri þá hjól með alveg holum pípum,
buttet er með gegnheilu við samskeytin og suðurnar, double buttet þá eru pípurnar solid dáldið frá samskeytunum, og tripple(all) þá eru pípurnar nánast gegnheilar að miðri pípu þar sem kemur smá holrými.
sumir segja gæðamun á 6061 og 7005 áli
6061 er megnesium blandað. og mun auðveldara í meðhöndlun, en er dýrara í framleiðslu m.a útaf því hvernig þarf að kæla það.
7005 er zink blandað og er harðara heldur en 6061 og erfiðara í meðhöndlun, en laust við kælivesenið.
6061 er mun auðveldara í meðhöndlun, auðveldara að búa til buttet stell, og flest dýrari hjól úr því. svona almennt
hinsvegar rak ég augunn í að mörg 300k+ hjól voru úr 7005 áli, þegar ég fór að leyta svara þá fékk ég þau svör að double og þá sérstaklega tripple butted 7005 pípur væru erfiðar í framleiðslu og kostnaðasamar, en vegna styrks/stífleika væru oft keppnis spekkuð hjól sem eiga að þola mikil högg og læti úr tripple butted 7005 þar sem það minnkaði líkur á stellið bognaði/beyglaðist átök.
framleiðendur eru mikið að skipta úr bæði 6061 og 7005 yfir í 6069 og 6066.
bremsur/gjarðir
vökva bremsur eru málið alla daginn, (i.m.o)
þegar ég byrjaði að hjóla aftur 2011, þá leit ég út eins og hveitibrauðsdrengurinn og viktaði rúm 105kg
þá tók ég strax eftir að mér fannst gamla hjólið mitt nánst bremsulaust m.v hvernig mig minnti að það hefði bremsað,
einnig tók ég eftir að dekkin og gjarðirnar höndluðu þetta bara ekki.
ég fór í gegnum svona 4 afturgjarðir frá erninum á 2700kr stk e-h álíka og álíka ódýr dekk, þetta bara þoldi ekki gangstéttakannta og flr á neinni ferð.
entry level diskabremsuhjól er sum með barka diska bremsum, það er alveg snarglatað dæmi og ber að forðast.
næstu level eru svo yfirleitt með bremsum frá tektro. það er mikill munur frá nondiska bremsum, en ekki prufað góðar tektro bremsur ennþá. mörg þar nálægt eru svo með shimano M4xx sem eru fínar, ég er með shimano XT bremsur og þær eru mjög fínar, konan mín flaug einmitt í full on heljastökk framfyrir sig þegar hún ætlaði að tippa aðeins á frambremsuna um daginn,
bestu bremsur sem ég hef prufað eru hinsvegar avoid jucy 5, ég stefni á að uppfæra í slíkt seinna,
gjarðirnar eru líka mikilvægar. og höbbarnir
léttar og sterkar gjarðir eru einhver besti hlutur sem þú getur gert við hjól. það munar ótrúlegu á því hversu mikla orku þú sparar þér við snúa léttari hjólum, og hröðunin verður miklu meiri.
ég átti líka eins og áður sagði í vandræðum með ódýru gjarðirnar sem maður kaupir í erninum, þetta skekktist á fyrsta gangstéttarkannti og orsakaði að dekkið var alltaf vindlaust þegar maður var að leggja af stað á morgnana. óþolandi
á eflaust 1-2 vikuni minn varð ég að labba í vinnuna vegna þess að ég varð orðinn svo aumur í rass*atinu eftir hnakkinn að ég labbaði eins og ég væri með hnakkapípuna ennþá á kafi,
einn daginn var ég að labba uppeftir og þá heyri ég að það er verið að drepa hval einhverstaðar í nágrenninu, og fer að lýta í kringum mig, þá sé ég rétt fyrir aftan mig svona 120+kg gæja á hjóli. hann hafði greinilega labbað inn í örninn og ætlað að kaupa allt sem honum vantaði, og keypt flott, gaurinn var á Trek 6000 hjóli. í full on Bontrager hjólreiða outfitti, með keppnisspekkaðan hjál. hjólreiðagleraugu, grifflum, smelluskóm og ég veit ekki hvað. öllu alveg glænýju, en hann hafði greinilega ekki hjólað mikið því að hann var appelsínugulur í framan, gjörsamlega sprunginn að reyna hjóla í fyrsta gír á jafnsléttu,
gaurinn hafði ætlað framúr mér en þegar hann var kominn hliðina á mér þá gat hann ekki meira og hjólaði utan í mér eins og við værum samferða, ég reyndi að hægja á mér og hraða til skiptis þar sem þetta var orðinn bókstaflega vandræðalegt, og það endaði með að ég sast á bekk til að losna við hann. og þurrka svitann af honum af mér.
þetta lifði lengi í mér og ég vildi ekki verða eins og þessi maður og hjólaði á ónýta hjólinu síðan ég var krakki þangað til ég var kominn í 90kg

þá fékk ég mér hjólaföt og hanska og Allann pakkann
