Zed III wrote:
Þetta "bara að samningurinn standi" er svolítið stórt "bara".
Það ætti að setja á lög sem að lýsa þessa gengisbundnu samninga alla ólöglega og þeir verði settir á krónuvexti frá því lögin taka gildi, ekki afturvirkt. Samhliða væru verðtryggð lán færð niður um kannski 5-15% á kostnað fjármagnseigenda (þar með talið lífeyrissjóði).
Alveg sammála því að sanngjarn "Salómonsdómur" sem tæki tillit til beggja aðila væri bestur. Hins vegar hafa þeir
aðilar sem gætu komið honum á - stjórnvöld og bankastofnanir - látið hátt í 2 ár líða frá hruni án þess að sýna vilja
til þess að gera slíkan samning.
"Gameplanið" var greinilega að sjá hversu langt þeir kæmust með því að láta bara lántakendur bera skellinn af
hruninu. Maskínan rúllaði bara áfram, eignir teknar af fólki og það gert upp. Business as usual.
Núna erum við einfaldlega komnir framhjá þeim punkti að fólk sé til í að vera sanngjarnt við bankana þar sem
þeir hafa ekki sýnt sanngirni við skuldara. Þetta er vissulega miður en þetta eru gjörðir banka og stjórnvalda og
þýðir ekkert að reyna að varpa sektarkennd á almenning út af þeim. Gerendurnir verða að taka ábyrgð á eigin
gjörðum þó súrt sé.
Zed III wrote:
Þetta væri leið sátta fyrir þjóðfélagið en það að hluti lántakenda heimti niðurgreidda vexti verður ekki til sátta og er í raun ekkert nema græðgi þeirra sem tóku þessi lán. Þetta er niðurstaða sem væri ansi hreint frábær fyrir þá sem tóku gengisbundnu lánin.
Það er kostnaður sem felst í því að hanga með lán inni á neikvæðri margínu og kostnaður endar alltaf hjá viðskiptavinum.
Þetta er bara ekki rétt. Allir bankarnir eru búnir að gefa út yfirlýsingar að þeir ráði við þetta og meira að segja AGS er
búinn að segja þetta líka - kerfið fari ekkert á hliðina heldur sé þetta spurning um hversu þungt höggið verður.
Þetta raus um að þetta lendi á öðrum er smjörklípa til þess fram sett að rugla fólk og letja það til að sækja þetta mál.
Þetta mun lækka eigið fé bankanna og hagnaður þeirra mun minnka. Það er hins vegar ekkert sem segir að þetta
muni lenda á öðrum. Ef svo færi að þeir reyndu að rukka drápsvexti þá myndu viðskiptin einfaldlega færast til
þeirra banka sem eru ekki með svona dóma á bakinu.
Zed III wrote:
Verðtryggingin er annars ekki vandamálið, hún er afleiðing að slakri hagstjórn sem leiðir til verðbólgu. Verðbólgan er meinið sem menn eiga að ráðast á.
Tökum dæmi um mann sem ætlar að kaupa sér þvottavél sem kostar 100 þúsund. Hann hugsar með sér að vinnan hans sé óörugg og kannski sé betra að spara peninginn og leggur hann því inní banka. Þar liggur peningurinn í 1 ár.
Á þessu ári var kannski 10% verðbólga en vextirnir á reikninginum eru kannski bara 5%. Þegar hann tekur peninginn út fær hann 105 þús útborgað en vélin kostar 110 þús. Hann hefur allt í einu ekki efni á þessari vél þó svo að hann gerði það áður en hann fór að spara.
Það þarf að beita öllum ráðum til að berja niður verðbólgu.
Verðtryggingin er fríspil fyrir fjármagnseigendur - þeir eru tryggðir gagnvart lélegri hagstjórn
með sína peninga. Þetta er því afskaplega letjandi til þess að hagstjórn sé tekin föstum tökum
þegar stór hluti ráðandi afla (peningaeigendur, lífeyrissjóðir, etc.) þurfa ekki að taka á því.
Það þarf með öllum ráðum að losna við verðtrygginguna og reka þetta hagkerfi án hennar eins
og einhvernveginn er hægt allstaðar annarsstaðar.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...