///MR HUNG wrote:
Auðvitað er þetta löglegt og ég skil ekki afhverju þetta ætti eitthvað að koma fram í skráningarskirteini?
Boddy er ekkert annað en margir hlutir soðnir saman og það er ekkert mál að bora það í búta,skipta um skemmda hluti og sjóða það svo aftur saman!
Nonni! ertu ekki að grínast hversu þrjóskur þú getur verið. Þó að ég gæti fræðilega ræktað kanabis í skúrnum hjá mér er það ekki löglegt, þú að það yrði fínasta kanabis, og enginn kæmist að því, jafnvel þó að menn hefðu nú dundað sér við þetta svo árum skiptir er það ekki löglegt.
Það er ekki allt löglegt í þessum bílabransa þó að menn hafi gert það, tekið myndir af því og komist upp með það.
EF þetta fyrir ofan er löglegt er löglegt hefur það annaðhvort verið gert áður en að viðkomandi reglugerðir tóku gildi EÐA þetta hefur fengist samþykkt hjá umferðarstofu. Fornbílar eru sér kafli, þar má gera meira, en bara inna viðkomandi týpu.
NEMA að VIN hafi staðið óhreyft og óskemmt og bifreiðin sem var verið að gera við haldið sömu skráningu, og/eða að næganlega mikið af orginal pörtum hafi verið notað. Hversu mikið er undir umferðarstofu komið, þeir þurfa að samþykkja það.
Hversu erfitt er að sætta sig við það að þetta er ekki bara ég geri það sem mér sýnist brasi???
Gerðu það fyrir mig og þig og kynntu þér reglurnar.
Quote:
(6) Ef fyrirhugað er að gera við eða endurbæta ökutæki með þeim afleiðingum að verksmiðjunúmer skemmist eða verði fjarlægt skal skráður eigandi ökutækisins sækja um það til Umferðarstofu og fá fyrirhugaða viðgerð eða endurbætur samþykktar.
Þarna er bara verið að tala um tjónabílana.
VIN:
Quote:
1.1. All vehicles must be provided with the plate and inscriptions described in the following sections. The plate and inscriptions shall be attached either by the manufacturer or by his authorized representative.
Quote:
2.1. A manufacturer's plate, modelled on that shown in the appendix hereto, must be firmly attached in a conspicuous and readily accessible position on a part not subject to replacement in use.
í GUÐANA BÆNUM ekki gefa það í skyn að það sé bara í lagi að skera og sjóða, þetta sé nú bara allt saman járn. Ef þú fylgir reglunum máttu skera og sjóða.
EDIT: þessar myndir fyrir ofan virk a eins og þær séu tekknar á áttunda eða nýunda áratug síðustu aldar, nema kanski exporerinn, en þar er líka VIN parturinn mjög líkelga heill. Ég hef ekki skoðað það hvort/hvenær þetta var þrengd, eða hvort þetta hefur staðið óbreytt frá 1975. VIN kerfið eins og það er í reglugerðinni (varanlegt VIN) er upp úr 1980.