Spiderman wrote:
arnibjorn wrote:
Hver er ástæðan fyrir þessari styrkingu krónunnar í dag??
Menn "kenna" gjaldeyrishafta reglugerð um. Hún var sett 15. des sl., reglugerðin skikkar fiskútflytjendur til þess að breyta erlendri mynt í krónur. Í fiskviðskiptum er greiðslufrestur almennt 30-60 dagar. Daginn sem krónan byrjaði að styrkjast voru 30 dagar liðnir frá gildistöku reglugerðarinnar og þar með voru fyrstu fiskútflytjendurnir að byrja að kaupa ISK tilneyddir.
Það er ekki söluskylda á gjaldeyri, bara skilaskylda.
Þ.e.a.s. útflytjendur verða að koma heim með gjaldeyrinn og leggja hann á innlendan gjaldeyrisreikning, þeir þurfa ekki að kaupa krónur.
En þetta er örugglega rétt hjá þér með greiðslufrestinn og að nú þegar útflytjendur eru að fá til sín greiðslurnar þá skipta þeir þeim yfir í krónur.
Hins vegar er þeim ekki skylt að kaupa krónur.
En þar sem krónan hefur styrkst svona myndarlega síðustu daga þá stökkva margir til og selja sinn gjaldeyri til að verja sig enn frekari styrkingu sem svo styrkir krónuna enn frekar.
Það má eiginlega tala um „öfuga panik", í stað þess að fólk sé að selja krónur í panik til að verja sig gegn enn meiri veikingu eins og var raunin fyrir hrunið þá er fólk nú að drífa sig að kaupa krónur áður en hún styrkist meira.
En annars er mjög eðlilegt að krónan sé að styrkjast, það eru gjaldeyrishöft og viðskiptajöfnuður jákvæður og innflutningur í lágmarki þannig að það er ekkert sem ýtir krónunni niður.
Hins vegar eru margir óvissuþættir, hvenær verður t.d. höftunum aflétt og hvaða afleiðingar mun það hafa, hvernig verða krónubréfin leyst út, o.s.frv.