arnibjorn wrote:
Sagði ég einhversstaðar að mér þætti kaffi vont?
Ég sagði bara að kaffið í vinnunni ætti ekki breik í Nespressoið, sagði aldrei að það væri vont
Ég veit að þetta er ekki sami hluturinn, allt í lagi að bera þetta saman samt.
Þetta með Nespressoið minnir dálítið á umræðuna um Vín. Hörðustu vínböffs eru ekki hrifnir af Áströlskum vínum því að þar krydda menn vínin, setja við út í vínið o.s.frv. til að ná rétta bragðinu. Hörðustu vínmenn segja að það eigi að vera vínið sem ákveði hvort að það verði gott ekki viðbætt bragðefni. Sama á dálítið við um Nespressoið, þetta er dálítið engineered til að bragðast vel og hafa froðu ofaná. Svo er smekksatriði hvort að menn eru hrifnir af því.
Mér líkar vel við Áströlsk vín, þau eru yfirleitt bragðgóð og "auðveld" í drykkju. Það er nánast útilokað að fá vont Ástralskt vín, en maður getur fengið fullt af vondum frönskum og Ítölskum vínum. Hinsvegar... ef maður ætlar að fá mjög gott vín, þá þarf það að vera Frankst, Ítalskt eða Spánskt, ósnert, bara ber, vatn og geymsla í réttri tunni í rettann tíma.
S.s. prefrence mál frá A-Ö. Það er fátt verra en vont kaffi, en fátt betra en súper gott eins og maður fær á alvöru kaffihúsi.