Það færi allt úr skorðum hjá mér ef Touring væri ekki í notkun, ef hann bilar þá er SAMT ekki skilningur fyrir því að varahlutir kosta peninga og að það tekur tíma að skrúfa þá utan á bílinn. Bíllinn er og verður alltaf mitt hobbý

alveg sama í hversu margar innkaupaferðir ég fer á honum. Skiptir heldur engu máli að án bílsins gæti ég ekki unnið dagvaktir OG komið strákunum á leikskólann.
Þannig að auðvitað hljóta þetta að vera heimilisverk að halda bílnum í toppstandi. Hvers konar faðir væri ég ef að börnin mín þyrftu að notast við innskeifan, tikkandi, létt Hagkaups-dældaðan og ófilmaðan bíl ?????
Ónei ! Aðeins það besta fyrir mín börn segi ég, þess vegna er ég að smíða mótor og safna fyrir sprautun og komplett fjöðrun. Fyrir börnin.