Það er fáránlegt að þessi tunga sé að breytast.
Þetta er mjög einstakt mál og við eigum og verðum hreinlega að halda því við.
En ég tek það fram að ég nota oft enskuslettur og svo framvegis, en ég reyni þó að halda þeim í skefjum.
Bimmer og saemi tala um að krakkar verði að lesa meira af bókum, sem eru þá yfirfarnar og svo framvegis. En þarna, þetta helsta skáld okkar, sem við erum neydd til að lesa í framhaldsskóla og jafnvel eina bók í gagnfræðiskóla, hann Halldór Laxness, hann skrifar sína eigin tungu og fylgir engum stafsetningareglum. Og mér finnst mjög fáránlegt að við séum að læra að skrifa orð sem við hreinlega notum aldrei og höfum jafnvel aldrei heyrt, eins og kom fyrir í stafsetningarprófi sem ég þreytti í skólanum mínum. Það er ekki hægt að búast við að fólk geti sest niður og heyrt kennarann sinn lesa upp pistil frá aldamótum 18 og 19 alda. En ég er ekki að segja að við eigum að láta það mál vera, það verður að kynna okkur fyrir því áður en við þreytum stafsetningarpróf.
En ég er sammála því að þetta tungumál er að fara til helvítis, við verðum farin að tala bjagaða ensku/íslensku/dönsku eftir kannski 20-30 ár, þökk sé þessum bloggsíðum og interneti.
kv,
haukur