bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 19:56

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Thu 19. Jan 2006 15:08 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 08. Jun 2003 03:11
Posts: 1494
Location: Reykjavík
Bíddu bíddu ég held að það sé í lögum að ef maður kemur að slysi ber manni skylda að stoppa og athuga hvort allir séu heilir og veita fyrstu hjálp ef þess þarf.
Það er hægt að kæra þessa konu og gæti verið að löggan geri það.

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 19. Jan 2006 15:17 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Ég hef aldrei verið stoppaður á bílnum mínum en alltaf þegar ég hef farið
eitthvað á corollunni hennar mömmu þá klikkar ekki að maður sé tekinn i
check. Mér er svosem sama því ég hef ekkert að fela. Auk þess eru þessar
löggur bara að vinna vinnuna sína og allt í góðu með það. Finnst svo skrýtið
þegar pappakassar eru að neita löggunni um leit í bílnum sínum og eru með
einhvern óþarfa mótþróa.
En já on-topic þótt svo að kvensan hafi verið stopp þá var vinur þinn samt
á 80km/h og með skerta athygli yfir akstrinum en finnst voðalega skrýtið
að hún hafi ekki stoppað :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 19. Jan 2006 16:55 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 25. Oct 2003 19:40
Posts: 151
Location: Grafarvogur
Umferðalög, 1987 nr. 50 30. mars:
,,10. gr. Vegfarandi, sem á hlut að umferðarslysi eða öðru umferðaróhappi, skal þegar nema staðar, hvort sem hann á sök á eða ekki. Hann skal veita slösuðum mönnum og dýrum hverja þá hjálp, sem honum er unnt, og taka að öðru leyti þátt í aðgerðum, sem óhappið gefur efni til. Hver sá, sem hlut á að umferðaróhappi eða hefur verið sjónarvottur að því, skal skýra frá nafni sínu og heimilisfangi, ef þess er óskað af öðrum þeim, sem hlut á að óhappinu eða hefur orðið fyrir tjóni.
Ef maður hefur látist eða slasast í umferðarslysi skal sá, sem átti hlut að því, tilkynna lögreglunni um slysið svo fljótt sem auðið er. Ef tjón hefur orðið á eignum og enginn er viðstaddur til að taka við upplýsingum, sem um ræðir í 1. mgr., skal tjónvaldur tilkynna það tjónþola eða lögreglunni svo fljótt sem auðið er.
Hafi maður látist eða slasast alvarlega í umferðarslysi, má eigi raska vettvangi eða fjarlægja ummerki, sem þýðingu geta haft fyrir rannsókn þess. Ef ökutæki veldur verulegri hættu fyrir umferðina skal þó færa það úr stað.´´

Þetta ákvæði á við í þessu tilviki. Menn virðast ekki alltaf hafa mikinn áhuga á að stoppa þegar þeir sjá slys. E-ð sem þarf að bæta úr hér á landi.



trapt wrote:
Ég hef aldrei verið stoppaður á bílnum mínum en alltaf þegar ég hef farið
eitthvað á corollunni hennar mömmu þá klikkar ekki að maður sé tekinn i
check. Mér er svosem sama því ég hef ekkert að fela. Auk þess eru þessar
löggur bara að vinna vinnuna sína og allt í góðu með það. Finnst svo skrýtið
þegar pappakassar eru að neita löggunni um leit í bílnum sínum og eru með
einhvern óþarfa mótþróa.
:?


Mér finnst allt í lagi að vera samvinnuþýður við lögregluna, en þegar það er verið að stoppa menn nokkrum sinnu í viku og jafnvel tvisvar sama daginn þá er vel skiljanlegt að ,,þjónustulund´´ manna í garð lögreglunnar fari minnkandi. Finnst annars fullkomlega eðlilegt að aðstoða lögguna eins og mögulegt er.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 19. Jan 2006 17:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
Mér dettur ekki í hug að leifa lögreglunni að framkvæma leit í mínum bíl ef hann er á, eða við, götu þar sem mikil umferð er... því hvað heldur fólk þegar það sér bíl stopp og lögguna að gramsa í honum??
"Helvítis fíkniefnaaumingjar" er það sem fyrst kemur upp í hausinn á fólki.. og þegar maður er á svona auðþekkjanlegum bíl eins og mínum, þá kæri ég mig bara nákvæmlega EKKERT um að fólk sjái lögregluna framkvæma leit og hugsi þetta um mig. Því ég hef aldrei neitt að fela fyrir lögreglunni í mínum bíl.. en þetta er bara spurning um að fá ekki "slæmt orð" á sig fyrir ekki neitt. :?

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 19. Jan 2006 17:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Twincam wrote:
Mér dettur ekki í hug að leifa lögreglunni að framkvæma leit í mínum bíl ef hann er á, eða við, götu þar sem mikil umferð er... því hvað heldur fólk þegar það sér bíl stopp og lögguna að gramsa í honum??
"Helvítis fíkniefnaaumingjar" er það sem fyrst kemur upp í hausinn á fólki.. og þegar maður er á svona auðþekkjanlegum bíl eins og mínum, þá kæri ég mig bara nákvæmlega EKKERT um að fólk sjái lögregluna framkvæma leit og hugsi þetta um mig. Því ég hef aldrei neitt að fela fyrir lögreglunni í mínum bíl.. en þetta er bara spurning um að fá ekki "slæmt orð" á sig fyrir ekki neitt. :?


Ertu svona smeykur um hvað fólk hugsar um þig??

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 19. Jan 2006 17:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég var gjörsamlega ekki látin í friði á bimmnunum.. en eftir að ég fékk mözduna hef ég bara einu sinni verið stoppaður og það fyrir of mikið hraða.. en samt var mér sleppt.. sona geltúpur á álfelgum virðast ekki ná að fanga auga yfirvaldsins,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 19. Jan 2006 22:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
gstuning wrote:
Twincam wrote:
Mér dettur ekki í hug að leifa lögreglunni að framkvæma leit í mínum bíl ef hann er á, eða við, götu þar sem mikil umferð er... því hvað heldur fólk þegar það sér bíl stopp og lögguna að gramsa í honum??
"Helvítis fíkniefnaaumingjar" er það sem fyrst kemur upp í hausinn á fólki.. og þegar maður er á svona auðþekkjanlegum bíl eins og mínum, þá kæri ég mig bara nákvæmlega EKKERT um að fólk sjái lögregluna framkvæma leit og hugsi þetta um mig. Því ég hef aldrei neitt að fela fyrir lögreglunni í mínum bíl.. en þetta er bara spurning um að fá ekki "slæmt orð" á sig fyrir ekki neitt. :?

Ertu svona smeykur um hvað fólk hugsar um þig??

Það er ekki beint spurning hvað annað fólk hugsar um mig, en hins vegar kæri ég mig alls ekkert um að t.d. foreldrar mínir heyri einhverjar slúðursögur um mig utan úr bæ. Geri alls ekki ráð fyrir að þú skiljir afstöðu mína í þessu máli.. en það eru vissar ástæður fyrir því að ég kæri mig ekki um það.

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group