Schnitzerinn wrote:
Jæja jæja, ANDA RÓLEGA, mér finnst að menn ættu að hafa það útaf fyrir sjálfa sig ef þeim finnst verðið vera of hátt, því það er alger óþarfi að vera eitthvað að skemma svona söluþræði. Seljandinn hlýtur að brenna sig á því ef bíllinn sem hann er að selja er of hátt verðlagður, hann selst nú varla undir þeim kringumstæðum. Það er hægt að útkljá svona deilur í PM og þetta er eitthvað sem þið mynduð ekki vilja sjá í ykkar söluþræði (ef þið væruð/eruð að selja bíl á annað borð) myndi ég halda.

Það sem við skrifum er það sem allir myndu hugsa þegar þeir sæu bílinn á bílasölu, hérna er bara ekki hægt að skrifa í hljóði
Þar sem að öllum er frjálst að tjá sig í sambandi við þessar auglýsingar þá held ég að það sé gott að meðlimir geri það, ég meina kannski sparar sér einhver milljón af því að lesa svar hérna,
Ásett verð og verð almennt á íslandi eru að renna út hvort eð er,
að kaupa bíl erlendis er orðið eins algengt og að leigja video spólu,
Þar sem að dollarinn er svona lágur þá halda allir að þeir einir geti flutt inn bíla og selt hinum heimsku íslendingum, en málið er bara að núna er allir íslendingar bara á jöfnum fæti í þessum málum,
Fyrir 10-15árum voru það bara viðskipta jöfrar sem gátu flutt inn bíla , en í dag gera það allir, það er 2mán biðtími eftir skipi til að flytja bíl frá USA til Íslands, Eimskip er að redda því með því að leigja skip sem er stærra en þeirra stærsta til að koma öllum þessum bílum yfir,
Þar sem að þetta er allt spurning um framboð og eftirspurn þá gildir sú regla því meira framboð því minni eftirspurn og það er að gerast á íslenska bílamarkaðnum, í framhaldi af því lækka verð til að auka eftirspurn.
Ég væri til í að sjá markaðinn falla um sjálfann sig

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
