Eggert wrote:
gstuning wrote:
Holy hell,,
hefði verið fínt að fá frá lín núna

Það væri bara gott ef Krónan myndi svo styrkjast hressilega á næstu vikum. Annars er þetta bara meiri skuld fyrir ekkert.
En þetta er alveg djöfullegt að fá greitt við ákveðið gengi og þurfa svo bara að "redda sér" við svona fall.
Ég stofnaði reikning í pundum hjá KB banka áður en ég fór út og samdi við þá að þegar LÍN greiðir inn að þeir færi peninginn inn á GBP reikninginn samstundis (LÍN getur ekki greitt beint inn á hann).
Svo keyptum við pund fyrir allan sparnað sem við áttum.
Kemur að mestu ágætlega út fyrir mig. Bíllinn minn verður meira virði í krónum og það sem við eigum eftir af sparnaðinum. Ef ég fæ vinnu hér úti í haust þá ætti maður líka að vera örlítið sneggri að borga upp námsskuldirnar. Hef smá áhyggjur samt út af því að við fengum frekar lítið frá LÍN eftir áramót og þurfum að redda okkur ca. einum mánuði, það verður mun dýrara en ella vegna alls óróans.
En það er orðið svolítið vafasamt hvort maður fái eitthvað vinnu hérna í haust. Maður er farinn að verða nett stressaður
Spurning um að maður skelli sér bara í meira nám ef allt fer til fjandans
