grettir wrote:
Zyklus wrote:
Thrullerinn wrote:
Sjitturinn, spurning hvort bensínið (og reyndar allar innfluttar vörur) fari
hækkandi á næstunni

Það er samt nokkuð athyglisvert með bensínið (og reyndar margt annað), að um leið og krónan lækkar þá hækkar bensínverðið en samt tekur það fleiri mánuði að lækka bensínverðið þegar krónan styrkist og þá er alltaf notuð afsökunin að þeir þurfi að klára gamlar birgðir sem voru keyptar þegar gengið var lágt. En á einhvern furðulegan hátt þá eru aldrei til birgðir sem voru keyptar með gengið var hátt og bensínlíterinn hækkar nánast um leið og gengið lækkar. En að sjálfsögðu tekur enginn maður með viti svona afsakanir gildar. Ekki nema þeir væru með algjörlega óhæfa birgðastjóra...
Maður fyrirlítur þetta olíusamráðshyski.
Olíufélagið var allavega ekki lengi að grípa tækifærið:
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1189777Það mætti halda að þeir fengju dýra bensínið samdægurs með flugi, en ef krónan styrkist eða verð lækkar þá er það alltaf á leiðinni með árabátum.
Nákvæmlega.
Og þetta látum við bjóða okkur.
Svona er þetta þegar engin alvöru samkeppni er á eldsneytismarkaðnum.
Svo finnst mér nú alveg ótrúlegt að það skuli ekki einhverjir fréttamenn eða blaðamenn ganga á þessa olíuforstjóra.
Það að þeir skuli alltaf komast upp með þessar afsakanir er hreint út sagt ótrúlegt.