Ég var á rölti út í Örfyrisey áðan og fékk allt í einu snilldar hugmynd.
Þar sem kaffivagninn er eru verðbúðir í röðum og ég horfði löngunaraugum á einn skúrinn og hugsaði með mér, þetta væri FRÁBÆR bílskúr fyrir bíladellumenn sem eru skúralausir... maður ætti að leigja sér aðstöðu þarna og áður en maður veit af verða nágrannar manns með fullt að skemmtilegum bílum í röðum í þessum húsum.
En - þegar fram líða stundir og við verðum svona tíu árum eldri, efnaðari og áhrifameiri þá væri þetta svæði auðvitað þrælsniðugt sem keppnissvæði. Það væri braut hringinn í kringum skúrana og keppt um helgar þegar engin starfsemi er á höfninni (eða húnu bara færð á meðan) og skúrarnir væru svo pitturinn
Þarna er allt til staðar sem þarf, bara kippa staurunum í burtu og breyta lýsingunni, setja færanlega Guard Rail a la Monaco og VOILA! Keppnissvæði fyrir lítið
