BjarkiHS wrote:
Í sambandi við þetta "slys" á driftinu. Ég varð fyrir bílnum ásamt systur minni og mág, og varð ég fyrir GRÍÐARLEGUM vonbrigðum með viðbrögð BA manna.
Ég talaði við starfsmann þeirra þetta slysakvöld, og ýjaði að því að við sem urðum fyrir bílnum ættum að fá góð sæti á spyrnunni eða eitthvað í sárabætur(vorum öll með armbönd, og var ég því ekki að fara fram á neitt gefins.). Maðurinn tók vel í þessa bón mína, og kvöddumst við því.
Svo þegar ég mæti á spyrnuna sé ég þennan sama mann að selja inná svæðið og gef mig á tal við hann, viðbragðið þá var orðrétt "Farðu, ég hef ekki tíma fyrir þig."
Þetta finnst mér nú frekar einkennileg frásögn, veit þó ekki hvort átt er við mig.
Ég stóð í miðasölu á báðum keppnunum. Við tókum flestöllum vel sem ræddu amk. við mig i miðasölunni um að fá frítt inná spyrnuna daginn eftir, ef menn voru nýkomnir á driftið er óhappið varð. Rámar í að hafa hitt þennan mann, er þó ekki viss.
En minnist ekki að hafa séð hann né heyrt við spyrnuna.
Óhappið get ég ekki né vil afsaka, slælega var staðið að öryggi við þessa beygju. Mikil mildi að ekki fór verr.
Þjónustulund okkar Bílaklúbbsmanna getur hver og einn (sem kom norður) metið fyrir sig, en ég tel að gestir okkar hafið fengið ágæta þjónustu og ef við vitum af hnökrum á henni, bætum við um betur fyrir
næsta ár.
Mér fannst þetta algjörlega æðislegt, amk. spyrnan, hún var það eina sem ég sá smápart af.
Þórður