síðustu ár hefur þörfin fyrir bíl sem þjónar áhveðnum hlutverkum ótengdum áhuga manns á bílum verið ansi sterk, og könnumst við eflaust flestir hérna við það.
einhverntíman komst ég af því að það var langþægilegast að vera á jeppa. þeir rúma marga. kemur öllum andskotanum í skottið á þeim. og svo er yfirleitt hægt að bjóða þeim allan andskotan líka,
hef stundum sagt að áræðanlegur japanskur diesel jeppi nýtist heimili eins og góður traktor,
sá bíll sem hefur reynst mér best í þetta af þeim öllum er gamall terranoII garmur sem átti að vera vinnubíllinn hans pabba en endaði nú eiginlega sem fjölskyldubíll hjá mér og fyrrv, í allavega svona 3 ár nánast óslitið
og eins og flestir sem hafa séð eða keyrt svona bíl þá er það nú ekki útlitið eða lúxusinn sem heillar mann, heldur var það að eftir að við erum búinn að aka honum einhverja 100k eiga hann í 5 ár ásamt öðrum eins hluta úr þeim tíma, þá er hann bara búinn að standa af sér þvílíka misnotkun og rukka í engu samhengi við það í staðinn. þetta er algjör traktor en akkurat útaf því þá týmir að nota þetta sem slíkt,
ég er búinn að draga bílakerrur útum allt land nánast með rauðglóandi túrbínu tímunum saman, keyra hellisheiðina snarlokaða aftur og aftur, hann er búnað þruma okkur á milli ísafjarðar og rvk upp í mörg skipti á mánuði þessvegna í fárviðri sem og öðrum færðum,

var lengi búinn að vera á höttunum eftir svona bíl til að kaupa sjálfur svo ég gæti hætt að vera alltaf á pabba bíl

eigandi yfirleitt bíla í fleyrtölu sjálfur, og datt svo óvænt niður á einn um daginn sem ég náði í skiptum fyrir bíl sem ég átti.
sá er 99 árg eins og sá fyrri, og reyndar fleyri svona sem hafa verið í fjölskylduni
en þessi er 33" breyttur, með helv flottum köntum, kastaragrind, ekinn hátt í 100þús minna en hinn, sjálfskiptur og reyndar bara mjög vel hirtur bíll með fína eigendasögu,
en eins og alltaf hjá mér þá var hann nú samt bilaður. þurfti að fara í framstellið á honum og skipta um dekk, en hann var farinn að stúta þeim á örfáum km, pústið á honum var í sundur. oskoðaður og númerslaus og flr
kom honum á númer á nokkrum dögum, og byrjaði á að rúlla norður á ak með Trans am á kerru, með fullan bíl og 100kg í yfirvigt í bílnum og kerru viktandi 2.3T. bíllinn blés max boosti í 6-7 tíma straigth nánast og var farinn að þjást af svo gríðalegum afgashita að ég mökkbrenndi á mér hendina á húddstöngini, eftir að hafa lifað það af var augljóst að hann var jafn vinnuglaður og bræður hans,
núna er ég búnað endurnýja í honum allan stýrisganginn, herða upp á maskínuni, skipta um dekk, alternator,vatnsdælu, frambremsur, legurhús og herða á hjólalegum, setja á hann kastara í grindina og sjæna nokkuð vel til
það eina sem drepur þessa bíla er helvs ryðið. eins og aðra nissana, í rauða er búið að skipta um complete sílsana báðu meginn. bæta hvalbakin og gólfið. og hvalbakurinn og sílsarnir hverfa alltaf undan þessum bílum, og þegar maður skoðar þá er þetta bara spurning um hvort Það sé búið að laga þetta, eða að það se eftir
sílsarnir á þessum eru óvenjugóðir. ef það væri ekki búið að setja undir hann þessi stigbretti þá væri öruglega ekki blettur á þeim, en það má taka hann aðeins þar sem var skorið úr frambrettunum á honum, en ég hef tekið eftir því að þegar það eru settur kantar á þessa bíla þá hverfur allt undir þeim, ég á orðið nánast bara eftir að taka eina helgi í það og þá fer bíllinn að verða alveg tipp topp.
ætlaði mér að fikta dáldið í honum, skrúfa upp í honum og setja jafnvel 3" púst, en komst ansi fljótlega af því að einhver hefur verið á undan mér. hann blæs 3-4psi meira en hann á að gera. blásturs og dumpventils hljóð eins og í imprezu

og aflið í honum merkilega gott. en þeir sem eru vanir gömlum diesel jeppum vita nú að þeir eru ekki sem sprækastir að jafnaði,
stefni á ferðast e-h á honum í sumar. en það er brill að ferðast á sumrin á svona 33-35" bílum, maður kemst yfir og ofan á flest, en þetta keyrir nánast eins og óbreytt

