bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 14:00

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 16. Dec 2006 16:26 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Ég var eiginlega búinn að biðja um þetta í tæknilegar umræður:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=18881
En þar sem fólk missti sig í Lord of the rings djóki ætlaði ég að reyna aftur hérna.

Image
Image

þetta er semsagt miðstöðvar móðstaðan fyrir E32 og E34 árgerð ´87 til ´90 og einhverjir bílar höfðu þetta skilst mér alveg til ´94 en er ekki viss um hvort það sé það nákvæmlega sama þá. Allavega var þetta í bílum með 6 cyl vélar og stærra og með AC (loftkælingu).

Ég er nýbúinn að missa af einu svona stykki á ebay og það er annað þar núna fyrir 100$ sem er viðgert og ég vil það ekki.
Þetta kostar í kringum 300$ nýtt á netinu í USA og svo kemur á þetta flutningur og tollur, sem mér finnst reyndar full mikið en enda sennilega á því ef ég finn þetta hvergi.
Ég var búinn að kíkja á alla BMW bílana sem voru niðri í Vöku og enginn af þeim var með AC svo þeir voru með öðruvísi mótstöðu.
Ég er búinn að spyrja þá í TB, og þeir eiga þetta ekki til.
Þeir eiga þetta ekki í partasölunni í Garðabænum, þeir áttu reyndar eitt úr ´94 750 og það var eitthvað öðruvísi.
Og ég er ekki tilbúinn til að kaupa þetta nýtt í gegnum B&L fyrir 47 þús kr.

Það er greinilega gömul redding á sverðinu sem var í bílnum hjá mér og eiginlega búið að skemma það svo það er ekki viðgerðarhæft.

BMW partnúmerið á þessu er: 64-11-8-390-015

Mig virkilega vantar þetta, bíllinn er eiginlega ónothæfur í þessu veðri sem er núna svona miðstöðvarlaus.

Það hlítur einhver að vera parta niður svona bíl hjá sér, þetta er bakvið miðjustokkinn sirka 40 cm langt og hægt að komast að þessu með því að taka hanskahólfið úr. Bara tvær skrúfur sem halda þessu.

Í það minsta ef einhver veit hvað þetta stykki heitir á Þýsku, það myndi redda mér geggjað.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 18. Dec 2006 13:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
B&L TB?

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 18. Dec 2006 15:17 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 17. Jun 2005 11:09
Posts: 68
Location: Akureyri city
íbbi_ wrote:
B&L TB?


Quote:
Ég er búinn að spyrja þá í TB, og þeir eiga þetta ekki til.
Og ég er ekki tilbúinn til að kaupa þetta nýtt í gegnum B&L fyrir 47 þús kr.


Alltaf gott að lesa þráðinn íbbi :wink:

_________________
Pontiac Trans Am '95 5,7l V8 - Mér langar að fá sumarið aftur :(
BMW 750 V12 '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 18. Dec 2006 15:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
djöfull er það dýrt, kostar 30k í minn,

var að selja sona í durango á 1800kr já átjánhundruð

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group