bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Er að rífa E36 320i '93
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=14835
Page 1 of 3

Author:  Djofullinn [ Tue 04. Apr 2006 12:00 ]
Post subject:  Er að rífa E36 320i '93

Er að byrja að rífa demantssvartan 4 dyra E36. Ekinn 270 þús en mótorinn er ótrúlega sprækur og held ég í mjög góðu ástandi miðað við akstur.

Gírkassi verður ekki seldur, ég fer reyndar að fá ssk í svona bíl sem er keyrð 241 þús. Nánast allt annað er samt til.

Ef einhver vill þennan mótor á 50 þús þá sel ég hann heilan með öllu utan á. Annars sel ég hann í pörtum.

Eitthvað af boddyhlutunum eru komnir með yfirborðs ryð en það er náttúrulega lítið mál að náð því úr.

Allar hurðar með glerjum, listum og innvolsi - 15.000 kr stk.
Stuðarar, orginal með listum og öllu - 15.000 kr stk.
Grá tau innrétting ásamt hurðaspjöldum, 2 ca. 5cm rifur í bílstjórasæti og ca. 5 cm rifa í afturbekk. Mjög stöðugir og heilir framstólar - 15.000 öll innréttingin.
Framljós, óbrotin en smá mött - 8.000 parið / 4.000 stk.
Hilla í afturglugga með orginal gardínu - 5.000 kr.
Mótor M50B20 í góðu ástandi ásamt öllu utan á honum - 50.000 kr.
Ssk fyrir M50 mótora, kemur úr 325i árg '92 ekinn 241.000 - 50.000 kr.
Fullt af tökkum og dóti - 1.000 - 2.000 kr stk.


Sendið PM

Author:  Bjarki [ Tue 04. Apr 2006 16:51 ]
Post subject: 

Er þetta ekki eðaldæmi fyrir e-n sniðugan:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14541

8)

Author:  Djofullinn [ Tue 04. Apr 2006 17:03 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Er þetta ekki eðaldæmi fyrir e-n sniðugan:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14541

8)
Mjög góður punktur hjá þér 8) Spurning hvort maður kíkji á þetta sjálfur jafnvel....

Author:  srr [ Tue 04. Apr 2006 19:44 ]
Post subject: 

Áttu rauð frambretti?

Author:  Djofullinn [ Tue 04. Apr 2006 23:19 ]
Post subject: 

srr wrote:
Áttu rauð frambretti?
Já beygluð :lol:

Author:  srr [ Wed 05. Apr 2006 22:16 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
srr wrote:
Áttu rauð frambretti?
Já beygluð :lol:

:lol:

Author:  -AndrY- [ Thu 06. Apr 2006 02:32 ]
Post subject:  listi

áttu listan á bílstjórahurðinni og litla listan á frambrettinu bílstjóramegin?:D

Author:  Djofullinn [ Sun 09. Apr 2006 13:24 ]
Post subject:  Re: listi

-AndrY- wrote:
áttu listan á bílstjórahurðinni og litla listan á frambrettinu bílstjóramegin?:D
Búinn að senda þér PM ;)

Author:  -AndrY- [ Mon 10. Apr 2006 01:37 ]
Post subject:  ok

okei.. er samt buinn ad redda mér þessum lista:)

Author:  Djofullinn [ Tue 11. Apr 2006 10:26 ]
Post subject: 

Eitthvað af verðum komin inn.
Mjög lág verð þar sem ég þarf að losa pláss!
Síðan er nánast allt annað úr bílnum líka til ;)

Author:  -AndrY- [ Tue 11. Apr 2006 16:35 ]
Post subject: 

fylgja kastarar með framstuðaranum?

Author:  Djofullinn [ Tue 11. Apr 2006 16:57 ]
Post subject: 

-AndrY- wrote:
fylgja kastarar með framstuðaranum?
Nei en ég á kastara sem seljast á 5000 parið ;)

Author:  ///MR HUNG [ Tue 11. Apr 2006 18:08 ]
Post subject: 

Það er greinlega páskatilboð í gangi :shock:

Author:  Djofullinn [ Tue 11. Apr 2006 20:39 ]
Post subject: 

///MR HUNG wrote:
Það er greinlega páskatilboð í gangi :shock:
Já maður er heldur betur kominn í páskaskap :D

Afturljósin eru seld.
Og ég ætla að nota þokuljósin sjálfur :)

Author:  Aron Andrew [ Wed 12. Apr 2006 01:49 ]
Post subject: 

áttu verkfærin sem eru í skottinu?

Það fer svo í taugarnar á mér að það vantar nokkur stykki í þetta hjá mér :evil:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/