bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

SELDUR - BMW 328iA '95 (E36) til sölu - SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=9331
Page 1 of 6

Author:  Jss [ Thu 17. Feb 2005 21:35 ]
Post subject:  SELDUR - BMW 328iA '95 (E36) til sölu - SELDUR

BMW 328iA ’95 (E36) til sölu


Þá er kominn tími á að ég selji núverandi bíl til að rýma fyrir næsta.
Bíllinn sem um ræðir er E36 328iA ’95 ekinn 13x.xxx km. Bíllinn er sjálfskiptur með 2,8 lítra línusexu og þrælvirkar og hefur reynst mér rosalega vel enda þótt ég segi sjálfur frá rosalega gott eintak.

Bíllinn var fluttur inn af Georg (oft kenndur við Uranus) fyrir mig og kom bíllinn á götuna hérna 22. ágúst 2003 þá ekinn 113.360 km.

Búið er að breyta ýmsu í bílnum og er það eftirfarandi:

Bíllinn er lækkaður um 60 mm. að framan og aftan, tvöfalt 2,5” DTM púst er á honum (búið að skipta út aftasta kút), hvít stefnuljós eru á honum að framan og rauð og hvít að aftan (In-Pro) ásamt LED (díóðu) stefnuljósum á hliðum (In-Pro), búið er að setja Superchip í bílinn (þrælvirkar) ásamt ITG loftsíu í original box. Einnig er kominn í bílinn Alpine MP3 spilari, Alpine afturhátalarar og Viper responder (2 way) þjófavörn. Þá er ég búinn að setja glasahöldur í miðjustokkinn við handbremsuna.

Bíllinn er á 17” felgum með 225/45 17” dekkjum, annars vegar Michelin Pilot Alpin (vetrar) og hins vegar 225/45 17” BFGoodrich Profiler G (sumar).

Bíllinn er að eyða að meðaltali 13,7 lítrum á hundraðið frá því ég eignaðist hann.

Bíllinn hefur alltaf verið þjónustaður af BMW umboði.

Bíllinn kom af framleiðslulínunni 23.02.1995 og voru tveir eigendur að bílnum í Þýskalandi.
Bíllinn er búinn eins og stendur hér fyrir neðan.


Vehicle Data

Vehicle Identification Number WBACD210X0AU55148
Type code CD21
Type 328I (EUR)
Dev. series E36 (4)
Line 3
Body type LIM
Steering LL
Door count 4
Engine M52
Cubical capacity 2.8
Power 142
Transmision HECK
Gearbox AUT
Colour ARKTISSILBER METALLIC (309) (silfraður)
Upholstery STOFF/BLAUVIOLETT (C4MA)
Prod. date 1995-02-23


Order options
No. Lýsing

240 Leðurstýri
243 Líknarbelgur fyrir farþega
314 Hitaðir rúðusprautustútar
320 Ekkert 328 merki aftan á honum
401 Tvívirk rafmagnstopplúga
411 Rafmagn í rúðum
423 Velúr gólfmottur
451 Hæðarstillanlegt farþegasæti (frammí)
465 Niðurfellanlega aftursæti
473 Armpúði frammí
488 Mjóbaksstuðningur frammí
494 Hiti í framsætum
498 Höfuðpúðar afturí
508 Bakkskynjarar aftan (PDC)
510 Rafdrifin hæðarstilling á aðalljósum
530 Loftkæling (Air conditioning)
556 Útihitamælir
669 RADIO BMW BUSINESS RDS (Alpine MP3 spilari núna)
690 CASSETTE HOLDER (glasahöldur núna)


Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Verðhugmynd er: 1.100.000 kr. Stgr. eða tilboð

Nánari upplýsingar fást í gegnum EP/PM, e-mail johann@bl.is eða í síma 848-3601. (oft erfitt að ná í mig í síma fyrir 18:00)


Umræður um bílinn er að finna hér.

Author:  Jökull [ Thu 17. Feb 2005 22:09 ]
Post subject: 

þú ættlar þá að láta verða að þessu. Gangi þér vel og það verður gaman að sjá hvaða bíll verður fyrir valinu næst :)

Author:  Svezel [ Thu 17. Feb 2005 23:12 ]
Post subject: 

Algjör moli og alveg þræl virkar.

Author:  Logi [ Fri 18. Feb 2005 11:01 ]
Post subject: 

Já toppbíll þarna á ferð :!:

Ég væri meira að segja til í að eiga þennan, þó'ann sé sjálfskiptur.....

Author:  Deviant TSi [ Fri 18. Feb 2005 14:17 ]
Post subject: 

Ohh.. mig langar.. Hver er nú aftur heimildin á veltukortinu.. :?

Author:  Deviant TSi [ Fri 18. Feb 2005 15:04 ]
Post subject: 

Hvað er hann í þýskum stóðhestum?

Author:  Djofullinn [ Fri 18. Feb 2005 15:05 ]
Post subject: 

Deviant TSi wrote:
Hvað er hann í þýskum stóðhestum?

193

Author:  Svezel [ Fri 18. Feb 2005 16:11 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Deviant TSi wrote:
Hvað er hann í þýskum stóðhestum?

193

og 280Nm +superchips :wink:

Author:  Djofullinn [ Fri 18. Feb 2005 16:16 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Djofullinn wrote:
Deviant TSi wrote:
Hvað er hann í þýskum stóðhestum?

193

og 280Nm +superchips :wink:

Awwwje!

Author:  Jss [ Fri 18. Feb 2005 17:00 ]
Post subject: 

Þetta kemst alveg "ágætlega" áfram. ;)

Superchips kubburinn breytti miklu fannst mér, dyno-mældi hann reyndar ekki fyrir og eftir. ;)

Author:  moog [ Fri 18. Feb 2005 17:21 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll hjá þér í alla staði.... 8) gangi þér vel með söluna og ég hlakka til að sjá hvaða bíll verður fyrir valinu hjá þér næst.... mjög líklega BMW ;)

Author:  Djofullinn [ Fri 18. Feb 2005 17:37 ]
Post subject: 

Þetta er náttúrulega bara geðveikur bíll :)

Author:  Jss [ Thu 28. Jul 2005 21:25 ]
Post subject: 

Bíllinn er aftur til sölu, hætti við á tímabili þar sem útlit var fyrir að ég færi í skóla í haust og þá hefði þessi hentað prýðilega. Þar sem það mun ekki gerast er hann aftur til sölu og er verðmiðinn:

1.200.000 kr. stgr.

Það eina sem má segja að sé að bílnum er að felgurnar eru farnar að flagna aðeins, eru annars heilar.

Einnig vil ég taka fram að liturinn á sætunum kemur ekki alveg rétt fram á myndinni að ofan.

Bíllinn er nýkominn úr inspektion II og er keyrður 137.000 km í dag.

Author:  Þórir [ Thu 28. Jul 2005 22:13 ]
Post subject:  Geiðveikur bíll.

Sælir.

Ég skoðaði þennan bíl með félaga mínum sem var að leita sér að bíl. Þetta er geðveikur bíll, ótrúlega fallegur og greinilegt að vel er farið með hann. Svo rótvinnur þetta líka.

Annars get ég alveg tekið undir það með JSS að liturinn á sætunum er alls ekki svona, eins og hann lítur út fyrir að vera á myndunum.

Gangi þér vel með söluna, þessi bíll er hverrar krónu virði!

Author:  Dogma [ Thu 28. Jul 2005 22:29 ]
Post subject: 

Ja eg kom og prufaði, var að spá í þessum og m5, og þessi var ekki síður verri, mjög flottur og virkar þvílíkt!

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/