Til sölu: BMW 523i, 1997, 170 hö.
ekinn 182.xxx km.
Orientblau, metallic. Ljósgrátt leður. Viðarinnrétting.
Leður. Lúga. Loftkæling. Aftermarket Xenon. Cruise control, fjórir loftpúðar, Glær afturljós, glær hliðarljós. M-grill.
Aukahlutir:
534 Klimaautomatik
302 Alarmanlage mit fernbedie
280 BMW LM Rad/Speichstyling
401 Schiebe- Hebedach, elektrish
494 Sitzeheizung fur fahrer +b
540 Geschwindigkeitsregelung
Ég flutti bílinn inn í apríl 2004, en Smári sá um það fyrir mig. Ég leitaði eftir góðu eintaki í nokkurn tíma og fann síðan þennan. Ég er þriðji eigandi, fyrir utan tvo þjóðverja sem sinntu honum mjög vel en eins og nótur sína hefur hann fengið góða umhirðu í Þýskalandi. Td. Fylgdu með bílnum allir lyklar, tveir venjulegir, einn „valet“ lykill ( sem opnar bara hurðir og ræsir bíl, en hefur áfram læst skott og hanskahólf), og auk plast lykill til að láta smíða eftir. Þá voru einnig í honum bunki af nótum auk allra pappíra. Ég læt að sjálfsögðu allt fylgja með bílnum, td. afrit af þýska bifreiðavottorðinu, innflutningspappírum og þess háttar.
Bíllinn er mjög vel farinn, lakkið er gott fyrir utan fáein kústaför og hagkaupsbeyglur, ekkert skemmt eða slíkt. Kram er allt í topp standi, bíllinn keyrir og gerir eins og hann á að gera og ekkert sem er bilað eða slíkt. Síðan ég eignaðist bílinn hef ég lítið þurft að gera við hann en ég hef reynt að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi.
Undir drossíunni eru 16“ felgur, orginal og á þeim eru góð continental sumardekk. Varadekk er á eins felgu. Þá geta líka fylgt með bílnum 16“ álfelgur sem á eru góð vetrardekk, ónegld.
Bíllinn er með þjónustubók, sem er fullstimpluð hjá BMW umboðum í Þýskalandi en eftir að hann kom í mína eigu hef ég látið bifvélavirkjameistara sá um hann fyrir mig, en hann hefur mikla reynslu af BMW. Þá hef ég skipt sjálfur um olíu en látið núlla tölvuna fyrir mig.
Það sem ég hef gert við hann síðan ég fékk hann er: nýtt vatnsláshús, en einhver galli virðist vera í þeim og því kom sprunga í það gamla. Þá skipti ég um diska og klossa að framan, en ég á í hann klossa að aftan sem ég læt að sjálfsögðu fylgja með. Þá hefur verið skipt reglulega um olíu og notuð góð olía.
Í bílnum er aftermarket Xenon kitt, sem hefur virkað vel, ef menn kunna því illa er mjög auðvelt að skipta um aftur yfir í orginal og get ég séð um það fyrir menn. Þá eru sk.angel eyes hringir í framljósunum. Menn hafa eflaust skoðanir á því hvort það sé flott eða ekki. Ef menn fíla það illa þá er ekkert mál að skipta því út, ég get einnig gert það fyrir menn. Að aftan eru glær afturljós en orginal fylgja, þá eru einnig glær hliðarljós, orginal fylgja.
Ég hef verið ótrúlega ánægður með bílinn, hann hefur verið rock solid í akstri og umgengni, aldrei klikkað. Þá er ég einnig ánægður með kraft vs. eyðsla, en hann er að eyða rétt um 12 innanbæjar en hefur farið niður í 7,9 ltr./100 km. utanbæjar.
Verð: 1.050.000 kr.
Skipti: Skoða skipti, bæði á dýrari og ódýrari. Þá koma bara vel með farnir, temmilega eknir, góðir bílar til greina.
Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga. Finna má fleiri myndir og upplýsingar á:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=10422&postdays=0&postorder=asc&start=30
Þórir Ingvarsson
ichiro@simnet.is
s: 663 5525 / 843 1533
