Jæja þá er komið að því að losa sig við bílinn sem átti bara vera eins vetra beater.
Þetta er bíll sem Skúra Bjarki tók í gegn á sínum tíma. Hann var sjálfskiptur en Bjarki setti þessa fínu beinskiptingu í hann
Hérna er gamli linkurinn
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 738#118738
Það er ýmislegt búið að endurnýja í bílnum síðan Bjarki átti hann en það er enn nokkrir hlutir sem hrjá hann.
Það er búið að skipta um kassa í bílnum og er tiltörulega nýleg kúpling.
Alternator er nýupptekinn og ný reim.
Nýlegur rafgeymir settur í bílinn
Þriggja arma stýri og svo fylgir stóra aksturstölvan með.
Skipt um bremsudælur að framan ásamt því að setja nýja klossa.
Settar álfelgur á hann með ágætis vetrar/heilsársdekkjum
Bíllinn er keyrður einhver 264 þúsund núna og mótorinn hrekkur strax í gang.
Vandamál -
Bíllinn er ekki á númerum, hann er 06 skoðaður vegna þess að ég hef ekkert verið að nota hann upp á síðkastið. Það er ýmislegt sem þarf að ditta að áður en hann kemst í gegnum 08 skoðun.
Það þarf að smyrja bílinn fljótlega, ásamt því að ventlastilla hann
Afturljósin eru með einhvað vesen, stöðuljósið réttara sagt. (einhvert sambandsleysi)
Afturhurðarnar eru fastar, ég veit hreinlega ekki af hverju. Mótorarnir eru sjálfsagt einhvað fastir (standa á sér)
Bíllinn er nátturulega búinn að standa í smá tíma þannig það verður bara að fara vel yfir hann og þá hef ég fulla trú á því að þessi bíll eigi alveg helling eftir.
Ég hef bara ekki tíma né nennu núna að standa í þessu þar sem ég er að flytja til Akureyrar.
Læsta drifið í þessum bíl er BARA gott og ég hef aldrei tekið á honum nema í snjó (enda elskar þessi bíll vonda færð og hef svekkt marga sem hafa haldið að ég myndi festa mig á flekanum)
Verðið er alveg óákveðið, ég veit hreinlega ekki hvað ég fæ fyrir hann en ég ætla nú ekki að láta hann á einhvað klink.
Þannig ég held það sé bara best að bjóða mér einhverja upphæð og ég sé bara hvort ég tek henni eður ei.
Myndir af honum eins og staðan er í dag.
Hægt er að ná í mig í síma 849-8999 eða bara senda mér einkapóst.