bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Aftur til sölu.. BMW 750 iAL V12 Shadowline
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=13505
Page 1 of 1

Author:  Siggi H [ Tue 17. Jan 2006 22:27 ]
Post subject:  Aftur til sölu.. BMW 750 iAL V12 Shadowline

aftur til sölu vegna viðskipta sem ekki gengu upp.. þarf að losna við hann vegna plássleysis!

BMW 750 IAL Shadowline árg 90 (Lengri týpan)
bíllinn er svartur með svörtu leðri en annar aukabúnaður er topplúga, kastarar, 17" felgur, mjög nýleg heilsárs pirelli pzero nero, filmur, vel með farinn, ekinn 250.000+ var fluttur inn 2003, kom á númer 1 okt ´03
kom hingað til lands ekinn 208.000 og er ég þriðji eigandi bílsins frá upphafi. hann er tjúnnaður frá ac-schnitzer. aflmikill og skemmtilegur
bíllinn er með upptekna skiptingu sem á eftir að stilla ventlakerfið í eða jafnvel skipta um það.. allt inní skiptingunni sjálfri er nýtt. glæný angel eyes ljós og mikið endurnýjaður!! þarfnast lokafrágangs til að geta orðið tipp topp! ATH.. BÍLLINN ER ÞANNIG SÉÐ ÓÖKUFÆR NEMA BARA Í FYRSTA GÍR.

og já.. bíllinn er með 12cyl vél sem er í góðu standi og á mikið eftir !

ég er búinn að leggja mikið af vinnu og pening í þennan bíl, en því miður er ég orðinn uppiskroppa með tíma og plássleysi.

myndir af uppgerð á skiptingunni og ýmsu nýju er að finna hér!
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=12156

SKOÐA JAFNVEL SLÉTT SKIPTI.. BÍLLINN FER EINSOG HANN ER VEGNA PLÁSSLEYSIS OG TÍMALEYSIS


verðhugmynd: milli 500-550þús.. (er búinn að henda rúmum 300þús í bílinn í vetur í ýmsar lagfæringar og ef fólk er ósátt við verðið þá er það þeirra vandamál en verðið er alls ekki heilagt þrátt fyrir það)

allt offtopic og annað rugl vinsamlegast afþakkað takk fyrir!

allar upplýsingar í PM eða á MSN : thedjammer@hotmail.com

en aftur tek ég framm að bíllinn fer í því ástandi sem hann er í

Image

Author:  anger [ Tue 17. Jan 2006 23:21 ]
Post subject: 

nærð ekkert a selja 12cyl mar nema hafa hann ökufærann, það mynid eg halda allavega

Author:  Siggi H [ Tue 17. Jan 2006 23:57 ]
Post subject: 

svona bara er þetta. ég hef engan tíma til að vinna í honum og verð að losa pláss.

Author:  BMW_Owner [ Wed 18. Jan 2006 02:33 ]
Post subject: 

E-32 margfalt flotteri en E-38 þó mig langi að eiga báða 8)

kv.BMW_Owner :burn:

E.T.

Author:  Siggi H [ Wed 18. Jan 2006 21:47 ]
Post subject: 

ttt.. það var tjekkað á þessu með bílinn í dag og allt bendir til að það þurfi að skipta um ventlaboxið, það er orðið svo slitið. og samkvæmt TB þá kostar það 20þús+ með ísetningu.

Author:  Siggi H [ Sat 21. Jan 2006 19:43 ]
Post subject: 

seldur! 8)

Author:  pallorri [ Sat 21. Jan 2006 23:46 ]
Post subject: 

Siggi G wrote:
seldur! 8)


Nújæja til hamingju, var hann keyptur af kraftsmeðlimi?

Author:  Siggi H [ Sun 22. Jan 2006 01:48 ]
Post subject: 

já, það keypti ákveðin bmwkrafts meðlimur hann og efast ég ekki um að bíllinn fari góðar hendur. hann getur auglýst sig sjálfur hérna ef hann vill en annars ætla ég ekki að kjafta og það verður þá bara að koma í ljós.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/