þá loksins er þetta að skríða saman hjá mér.. fékk loksins rétta settið í skiptinguna og náði næstum að klára að setja hana saman í dag! það er bókstaflega allt nýtt í skiptingunni. hérna kem ég með nokkrar myndir af stöffinu, tek svo fleiri seinna þar sem myndavélin var orðin full. og ég get sagt ykkur það að þetta er BARA vesen að standa í þessu.. en hinsvegar stend ég mig vel og klára þetta svo ég geti farið að vinna í öðru í bílnum! einsog sést þá eru diskarnir gömlu alveg.. handónýtir! og á einni mynd sést að það er eiginlega bara ekkert eftir að nokkrum diskum.. en sem betur fer var ekkert skemmt inní skiptingunni.. olían var frekar ógeðsleg og mikið af tætlum úr diskunum var þar líka! vona að þið hafið gaman af þessu í bili þangað til ég kem með fleiri myndir (þið sem hafið áhuga)
nýja settið.. nema sést ekkert í nýju diskana því þeir eru undir
ein af fremstu kúplingunum
sama stykkið nema diskarnir hinumeginn
allt í drasli þegar ég byrjaði að vinna í þessu í dag. en týndi þó engu
öftustu diskarnir, einsog þið sjáið þá er ekkert eftir af þeim.
ventla systemið
ventla systemið, byrjað að setja saman
næstum allt komið inní skiptinguna
húsið sjálft með diskunum inní
hún er nú ekki stór þegar búið er að rífa hana gjörsamlega í spað!
næstum búið að setja saman mynd 1
næstum búið að setja saman mynd 2
p.s. þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera við í bíl! en mér finnst þetta bara gaman og ég lærði margt af þessu! fleiri myndir seinna
Kv. Sigurður