bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 23:46

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 03. Aug 2011 20:52 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær

#################
BÍLLINN ER SELDUR!
#################


Aðeins að tékka á áhuganum á þessum eðalvagni. Hef verið nokkuð viss um að ég myndi ekkert vera að selja þennan bíl enda erfitt að finna svona skemmtilega blöndu af skemmtilegum akstursbíl og praktískum bíl.

Um daginn var ég að keyra 100 þúsundasta kílómetrann minn á honum og ætlaði af því tilefni að uppfæra þráðinn undir Bílar meðlima en endaði eiginlega með auglýsingu. :oops: Býst við að þegar ég fer í næsta aðgerða/viðhaldspakka þá muni ég líklega eiga hann áfram næstu árin, jafnvel aðra 100þ.km! :lol: svo það er líklega nú eða aldrei fyrir mig að breyta til! :-D

Semsagt.. gríðarlega góður og skemmtilegur bíll! Hættulega góður pakki af skemmtilegheitum og praktík. Meiriháttar bíll allt árið, kemst allt á veturna (læst drif og spólvörn, hef aldrei keyrt á nagladekkjum, bara góðum vetrardekkjum og aldrei nein vandamál). Niðurfellanleg sætin gera hann merkilega praktískan við allskonar flutninga, allt frá jólatrjám til heilu staflanna af parketi. :-) Læsta drifið, swaybars og manifold breytingin gera bílinn svo að ótrúlega þéttum og skemmtilegum akstursbíl.

Hér eru annars ítarlegar upplýsingar um bílinn og það sem fylgir honum:


BMW E36 328i
Framleiðsludagur: 1996-07-30
Litur: Grænn (Boston Green Metallic)
Vél: M52B28, Bensín, 2,8L
Afl: 211 hö (mælt á dyno eftir manifold breytingar. Er 193hö orginal)
Bensínnotkun: ca. 12L í blönduðum akstri Mos<->Rvk, undir 10L í langkeyrslu
Skipting: Beinskipting, 5 gíra
Akstur: 195þ.km


Búnaður:

Sportsæti
Tvískipt áklæði, leður á köntum, efni í miðju
M-pakki að innan, m.a.:
- Svört klæðning í toppi
- Svart teppi og mottur
- ///M Gírhnúður
M-pakki að utan, m.a.:
- ///M Fram- og afturstuðarar
- ///M Sílsar
- ///M Hliðarlistar
- ///M Speglar
Hvít stefnuljós að framan og grá á frambrettum
"Clear" afturljós
Topplúga (rafdrifin)
Armpúði á milli framsæta
Niðurfellanleg aftursæti
Taumottur á gólfum (gúmmímottur fylgja líka)
Tvískipt les-/kortaljós í toppi
Vasaljós í hanskahólfi
User manual bæði á ensku og þýsku
Þjónustubók
Slökkvitæki undir bílstjórasæti
Öll verkfæri á sínum stað í verkfærasettinu
Sjúkrakassi í skottinu
Tjakkur í skottinu
Bakkskynjarar
Rafmagn í rúðum að framan
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
Loftkæling
Tvískipt digital miðstöð
BMW Business RDS útvarp og kassettutæki
Stóra aksturstölvan (2 x eyðslumælar, hitamælir, meðalhraði, tími til áfangastaðar, etc. etc.)
Spólvörn
Læst drif (3.15 hlutfall úr E36 M3 US, orginal hlutfall var 2.93)
Shortshift (Z3M skiptistöng)
UUC stillanlegir swaybars að framan og aftan
KW gormar og demparar
M50 Manifold
Borað Throttlebody (Big Bore Throttlebody)
Cold Air Intake sía og hitaskjöldur
"eBay" Flækjur

Felgur og dekk:
4 x 17" E46 M3 Style 67 replica felgur, mjög vel með farnar - Michellin Pilot Primacy 225/45R17 sumardekk, lítið slitin
4 x 16" Style 42 orginal BMW, líta vel út - Nordman RS 205/55R16 ónegld vetrardekk, mjög lítið slitin (einn vetur)
4 x 16" Style 30 orginal BMW, líta ágætlega út - Observe G15 205/55R16 ónegld vetrardekk, mikið slitin
4 x 15" Style 27 orginal BMW, líta ágætlega út - 2 x Marshal Matrac 205/50R15 sumardekk mikið slitin, 2 x Hankook Optimo 195/55R15 sumardekk, lítið slitin
1 x 16" Varadekk í skottinu, Style 30 orginal BMW, ónotuð felga - Dunlop SP Sport 2000 225/50R16 sumardekk nýtt/ónotað

Ath, mikið slitin dekk þýðir samt ekki að þau séu orðin slétt eða komin í striga! :-) Það er ennþá mynstur en komið niður í 1-3mm.


Ástand:

Innrétting:
- Innréttingin er mjög góð
- Sést aðeins á vinstri kantinum á bílstjórasætinu en er ekki rifið
- Taumottan bílstjóramegin orðin aðeins slitin
- Farið að sjá á stýrinu, máð en ekki rifið

Utan:
- Lakkið aðeins farið að þreytast
- Ryð farið að koma fram á nokkrum stöðum
- Nokkrar Hagkaupsbeyglur
- Heyrist aðeins að það pústar einhversstaðar aðeins út
- Hitahlíf yfir pústi farin að losna
- Bakkskynjarar virka ekki eðlilega, grunar einn skynjarann og nýr skynjari fylgir
- Brakar stundum eitthvað í stýrisbúnaði, stýrismaskínan eða fóðringar kannski?

Sjálfsagt eitthvað meira smálegt enda bíllinn kominn yfir fermingaraldurinn. ;-)


Frekari upplýsingar:

- Allar nótur og reikningar frá 2003 í stútfullri 4cm þykkri möppu fylgja (gef ekki upp heildarupphæðina í þeim bunka! :lol: )
- Bíllinn hefur yfirleitt verið þjónustaður hjá B&L eða Eðalbílum
- Nákvæmt yfirlit er til yfir akstur og eyðslu frá 2006
- Sami eigandi síðustu rúmlega 100þ.km (síðan 2004)
- Tveir eigendur á Íslandi, fluttur inn frá Þýskalandi 2002
- Þrjár auka hurðar í sama lit fylgja (fram H+V, aftur V) líta vel út og virðast alveg ryðlausar
- Allir orginal bíllyklar á sínum stað: 1 x stór lykill með vasaljósi, 2 x venjulegir (grár og svartur), 1 x "valet parking" plastlykill
- Reyklaus (allavega síðustu 9 árin)
- Fæðingarvottorðið
- Bílar meðlima þráðurinn
- Bíll mánaðarins crewið gerði myndband með bílnum í apríl 2005


Verð:

"Buy It Now" staðgreiðsluverð: 1.000.000 kr.
Ekkert áhvílandi, dekkja/felgulagerinn, hurðarnar o.fl. er innifalið í verðinu.
Er ekki spenntur fyrir skiptum en má auðvitað skoða ef eitthvað spennandi er í boði.

Hafið samband í síma 895-6342, iar@pjus.is eða PM/EP hér á spjallinu.

- Ingimar Róbertsson


Myndir:

Glænýjar myndir:
Image
Image
Image
Image
Image

Ég er ekki nógu fær á myndavélina til að gera litnum nógu vel skil svo ég læt Sæma Boom um það með þessari gömlu og góðu mynd (frá 2006). Boston Green er mjög fallegur og djúpur sanseraður litur.

Image

Myndband og myndir (frá 2005) af bílnum má finna undir Bíll mánaðarins á heimasíðu BMWKrafts

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E36 328i '96
PostPosted: Wed 03. Aug 2011 21:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Vá !

Svona eiga menn að gera auglýsingar :thup:


Frábær bíll og vel búinn :drool:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E36 328i '96
PostPosted: Wed 03. Aug 2011 21:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
Bíllinn hefði ekki geta átt betri eiganda undanfarin ár. En ég veit ekki hvernig það virkar, að sjá einhvern annan á honum. Þú átt að eiga þennan bíl, svoleiðis er það bara hehe :)

Geðveikur bíll sem ég væri vel til í! 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E36 328i '96
PostPosted: Wed 03. Aug 2011 22:01 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jun 2007 18:23
Posts: 1070
Location: Húsavík
Holy mother of god!

Drauma non-m e36 bíllinn á landinu, og það á spottprís!

Mér finnst ég vera með fínan bíl í höndunum en þetta er allt önnur deild!

_________________
bmw3


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E36 328i '96
PostPosted: Wed 03. Aug 2011 23:51 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
ValliB wrote:
Holy mother of god!

Drauma non-m e36 bíllinn á landinu, og það á spottprís!

Mér finnst ég vera með fínan bíl í höndunum en þetta er allt önnur deild!


En þessi er full m-tech :mrgreen:


Ég verð annars að vera sammála Valla (Fudd), þessi bíll er bara Ingimar..... Væri furðulegt að sjá annan á honum :lol:

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E36 328i '96
PostPosted: Thu 04. Aug 2011 00:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 23:40
Posts: 2731
Þetta kemur manni á óvart :shock:
Ingimar lét e39 m5 fara fyrir þennan bíl :wink:

Gull af bíl, fyrir utan smá ryð. Og liturinn er :thup:
Kaupandi verður ekki svikinn af þessum held ég.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E36 328i '96
PostPosted: Thu 04. Aug 2011 19:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Ég held að það sé satt hjá Valla og Garðari.. ég á bara að eiga þennan bíl. :biggrin:

Ágætis punktur hjá Árna Sezar.. Þegar ég átti E39 M5 þá gat ég samt ekki hugsað mér að sleppa þeim græna og hann vann á endanum. :-) Það segir ýmislegt um þennan bíl.. ( og líka eigandann.. :oops: :lol: )

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E36 328i '96
PostPosted: Thu 04. Aug 2011 20:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Vertu ekkert að selja þetta. Hef ekki góða reynslu af því að selja 328i. Sé alltaf eftir þeim.
Það eru ekki til bílar á markaðnum sem geta keppt við þetta hvað kaupverð, afl, eyðslu og skemmtanagildi varðar. (IMO að sjálfsögðu).

Henda nokkrum aurum í þetta og láta pússa upp og sprauta. Bera á leðrið og henda smá í viðhald og þá ertu good to go í næstu 100þ.km.

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 116 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group