Þá er gripurinn til sölu:
Þetta er s.s. 1987 árgerð af 518i en hann kom út úr BMW mömmu í nóvember 1986. Hann er hvítur á litinn með dökkbláu leðri og svartan Hella eyðileggjara á skottlokinu sem gefur bílnum nettan sjarma. Bíllinn sem slíkur stendur vel fyrir sínu og rúmlega það þrátt fyrir lítið afl, kemur manni í og úr vinnu án vandræða og stórskemmtilegur í akstri þó mjúkur sé. Bíllinn er búinn að fá netta aðhlynningu í minni eigu og ber þar að nefna: púst lagað, rúðuþurrkur lagaðar, sæti lagað, settur hliðarlisti á hægri afturhurðina, skipt um annað afturljósið, skipt um spegilinn bílstjórameginn, sett nýtt BMW merki á skottið, sett hauspúða afturí(sem eru reyndar ekki leðraðir), sett ljóskastara í framstuðaran og svo bara þetta venjulega; smyrja, skipta um kerti og svo bóna og þrífa. Það sem angrar bílinn núna er að hann er með ryð hér og þar, miðstöðin virkar bara á þrem(líklega miðstöðvar mótstaðan), mælaborðið virkar ekki(líklega prentplatan), það lekur bensín af tanknum en ég tel að lokið ofan á tanknum sé laust en það lekur bara þegar mikið er í tanknum og farið er skart í gegnum vinstri beygjur en engvir aðrir vökvar leka af bílnum, svo vantar loftnetið á bílinn en fyrri eigandi á heiðurinn af því ásamt nokkru öðru.
Með bílnum fylgja tveir gangar af álfelgum(14" og 15") ásamt 16" Härtge felgunum sem eru undir bílnum en á þeim eru góð ónegld vetradekk. Tekið skal fram að bíllinn er á aðeins þrem Härtge felgum núna þar sem ein felgan skekktist í hræðilegu köntunarslysi

Bílnum fylgir líka smurbók frá upphafi og allt það sem til þarf til þess að laga ryðið.
Verðið er
70 þús.kr. stgr.
Hægt er að senda á mig PM eða hringja í mig í síma 840-7782 á milli 7 - 20 og svo 692-1275 þar á milli.