Í fyrsta lagi þá er þetta ekki steinkast. Ég þekki þannig sprungur og einnig eru líkurnar á því að steinar lendi 2var á samastað á glerinu sitt hvoru megin örugglega sáralittlar.
Ok ef þetta er plexigler þá er þessi áhrif UV geislunar eitthvað sem ég kannast við en það gerist vegna þess að fjölliðurnar í glerinu styttast við að fá UV ljós á sig og koma þá þessar fínu sprungur. Ef þetta er er málið, af hverju var ég ekki láttinn vita af þessu þegar bíllinn var keyptur? Af hverju hef ég aldrei séð þetta á golf eða öðrum bílum?
Það er ekki víst að þessi galli veiki glerið mikið eða þá að það minnki birtu í gegn en þetta er BMW og mér finnst þetta eigi ekki að vera.
Næsta í stöðunni er allravegna að kaupa perrur með UV vörn. Hvar fæ ég þær?