Eins og þið vitið er ég að leita að kaupanda að mínum M5 bíl.
Nema hvað, það er mikið hringt en oftast bara einhver wannabe og ekkert vit í þessu.
Það var einn sem ég talaði við áðan sem var með 520i 1988 og hann vildi fá tvöfalt verð fyrir hann en aðeins borga lágmarksverð fyrir minn bíl (mjög sanngjarnt

) en maður er nú ýmsu vanur og ekki móðgaði það mig.
Hann hafði hinsvegar tjáð mér að hann væri að leita að M5 bíl og hefði skoðað innfluttning en sagði svo áðan við mig að hann hefði ekki áhuga á mínum bíl vegna þess að hann vildi fá M5 með "kítti" eins og hann orðaði það - ég hváði, flestir vilja hafa sína bíla óspartslaða en ég held hann hafi nú meint KIT.
En að vonum var ég hissa því eins og allir eiga að

vita eru M5 bílar með original spoilerum allan hringinn og ekki þykir nú góð latína að rífa þá af til að setja "kítti" á þá. En allavega - honum leist ekki nógu vel á bílinn minn vegna þess að hann var ekki með kítti og spoilerum!!! Hann vildi one of a kind BMW M5, hvað sem það sosem þýðir.
það er alveg eins gott að ég leggi nú bílnum þangað til ég hef efni á að reka hann heldur en að selja hann einhverjum sem ætlar að "kítta" hann!
Ég var alveg sármóðgaður - hélt að allir vissu að M5 boddí ætti maður ekki mikið að fitla við - ég get alveg skilið ef menn vilja setja spoiler á hann, breyta speglum, felgum eða ljósum og slíkt. En menn rífa ekki M5 Kit undan og setja MAXPOWER kittið á í staðinn - svona gera menn ekki.
Eruð þið sammála mér eða er ég ofur viðkvæmur?