Ég er búin að pæla endalaust mikið í bílum síðustu mánuði þar sem mig vantar einn en hér þarf maður að lúta undarlegri skattalöggjöf þannig að bílar yngri 1990 koma nánast ekki til greina fyrir námsmann.
E34, eitt fallegasta boddíið frá BMW, höfum átt einn M5 og mig langar í annan, en hann er hinsvegar aaaaaaðeins og dýr. Konan fílar E34 mjög vel.
E30, finnst þeir ofboðslega flottir í flestum útgáfum nema 4 dyra. Konan vill Touring en þeir eru bara fáir góðir til sölu núna, ég missti af þremur góðum fyrr í vetur

og þar af einum algjörlega geðveikum.
E28, finnst ofboðslega gaman að keyra þá bíla, HRÆÓDÝRIR og hagstæðir til innflutnings í DK, hægt að fá þá akkúrat eins og maður vill... konan vill þá samt síður.
E32... fleki sem ég fíla... en hann þarf réttar felgur og réttan lit, 735 væri alveg nóg fyrir mig þó mig langi auðvitað í 750... smá smeykur við eyðsluna samt.
E23, mig langar ofboðslega í þannig líka, helst 745 og veit ég um einn góðann til sölu á fínu verði (sami eigandi síðustu 14 ár)... en sama hér og með flest spennandi - eyðsla verður að vera innan viðráðanlegra marka.
E38 of dýr - en ofboðslega fallegur.
E39 of fýr líka, en sennilega einn besti bíll sem BMW hefur smíðað, ég er bara ekkert voðalega hrifin af útlitinu á þeim.
E36 - nice þristur... touring ennþá betri, en ég held ég myndi ekki kaupa E36 nema það sé M3 eða Alpina - já, og já, of dýr.