bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 17. May 2025 06:16

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 15 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 21. May 2005 23:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 30. Mar 2005 17:05
Posts: 36
Þar sem ég var að ljúka því ferli að flytja inn og sækja bíl sjálfur frá Evrópu þá langaði mig að deila reynslunni af þessum viðskiptum á meðan þau eru í fersku minni.

Tveir möguleikar eru í stöðunni þegar kemur að bílainnflutningi: Annars vegar að láta miðlara sjá um verkið eða gera þetta sjálfur.

Kostirnir við að láta miðlara sjá um viðskiptin eru þeir að miðlaranir hafa gert þetta áður og þú einfaldlega sækir bílinn hér á íslandi.

Kostirnir við það að gera þetta sjálfur eru þeir helstir að það ferli er mun skemmtilegra, þú færð að keyra bílinn sjálfur erlendis og það er - samkvæmt mínum útreikingum - töluvert ódýrara ef þú nærð góðu tilboði á flugmiðum.

Þitt er valið. :-k


1. Finna bíl

Flestir nota mobile.de til að finna þann bíl sem þeirra eru að leita að. Mjög margir sölubílar í Evrópu eru að koma af rekstrarleigu og í þeim tilfellum má endurgreiða VSK ef þeir eru fluttir til Íslands. Þessir bílar eru merktir "MwSt. ausweisbar". Reiknivélin á BMWKraftur hjálpar síðan við að finna endanlegt verð á bílnum þegar hann er kominn heim.
Eitt sem ber að varast eru bílar sem eru á óvanlega góðu verði. Mörg dæmi eru um það að svindlarar auglýsa bíla á fáranlega lágum verðum til þess að koma á samskiptum við möguleg fórnarlömb. Til að sía út þessa "seljendur" er best að fylgja eftirfarandi reglum:

1. Staðfestið að svipaðir bílar og sá sem þú ert að athuga séu á álíka verði.
2. Einungis kaupa bíla af bílasölum, ekki af einstaklingum. Jafnvel þótt langflestir seljendur séu traustins verðir þá er óþarfi að taka minnstu áhættu.

2. Athuga bíl

Ólíkt því sem gefið hefur verið í skin þá tala langflestir starfsmenn bílasalanna góða ensku. Hringdu og spurðu það sem þú vilt vita um bílinn: Hefur hann þurft á meiriháttar viðgerð að halda? Eru einhverjir gallar á bílnum sem hann vill nefna? Er hann reyklaus? Hvað hafa verið margir eigendur? O.s.frv. Að lokum geturðu svo spurt hvað hægt sé að fá bílinn á. Ekki búast samt við mikilli lækkun.

Ef þér líst vel á þetta taktu þá niður nafn starfsmannsins og spurðu hvort þeir sjái ekki örugglega um útbúa "Export documents" og að útvega "rautt númer" og tryggingu ef af sölu verður. Þetta skref er mjög mikilvægt. Ef þeir bjóðast ekki til að sjá um þetta þá er betra að sleppa þessu.

Til að tryggja sig alveg er ekki verra að kanna aðeins bílasöluna og athuga hvort hún sé trúverðug. Í mínu tilfelli hringdi ég í BMW umboðið í sömu borg og spurðist fyrir.

Varðandi flutning athugaðu hvað er laust í skipunum hjá skipafélögunum þremur. Ég valdi Atlantsskip sem sigla meðal annars frá Hollandi. Fáðu nákvæmar leiðbeiningar um hvernig keyra á til hafnarinnar og símanúmer fyrirtækisins sem sér um umskipunina erlendis.

3. Kaupa bíl

Hringdu aftur í sölumanninn og segðu að þú ætlir að kaupa bílinn. Sendu netpóst til hans með staðfestingunni og fáðu aftur staðfestingu frá honum varðandi "export documents" og bílnúmerið og trygginguna. Spurðu hvað það ferli tekur langan tíma. Líklega þarftu strax upp úr þessu að senda 20% af erlendu verði bílsins sem útborgun. Eitt sem ber að varast varðandi það er að SWIFT bankasendingar á milli landa taka 2-3 daga. Hægt er að bíðja um hraðsendingu en hún tekur samt um það bil 12 tíma.
Persónulega kaus ég að greiða lokagreiðsluna líka í gegnum SWIFT en ekki með seðlum. Ástæðan var einfaldlega sú að mér hraus hugur við því að ferðast með of stórar upphæðir vafðar um mig ásamt því að seðlagengi bankanna, það verð sem þú borgar fyrir evru seðla, er töluvert hærra en venjulegt sölugengi sem þú færð við SWIFT greiðslu. Á moti kemur auðvitað að þú verður líklega að millifæra áður en þú kemur til bílasölunnar.

Áður en þú ferð út láttu þá skipafélagið vita að þú ætlir að koma með bíl í skip.

4. Sækja bíl.

Pantaðu hótel nálægt bílasalanum og flug sem hentar. Taktu með þér ökuskirteini, vegabréf að þann pening í seðlum sem bílasalinn sagði að þyrfti vegna umskráningar, bílnúmersins og tryggingarinnar. Athugaðu með lestarferðir frá höfninni til flugvallarins.

Þegar þú kemur síðan til bílasalans þá fylgirðu leiðbeiningum hans um ferlið og þú ættir að fá lyklana í hendur annaðhvort samdægurs eða daginn eftir. Þá er bara að setjast upp í bílinn og keyra hann til hafnarinnar eftir þeim krókaleiðum sem þig listir. :D

Passaðu þig á því að biðja flutningsfyrirtækið erlendis að senda tollskjölin til bílasalans aftur með ábyrgðar- eða flýtipósti ef þú hefur keypt virðisaukabíl. Einhverjum vikum seinna á bílasalinn að millifæra til þín skattinum.

5. Tollafgreiða bíl

Á íslandi þegar farmbréfið frá flutningsfyrirtækinu er komið þá ferð þú með bréfið ásamt eignaskiptaskjalinu frá bílasalanum til Umferðastofu til að ganga frá skráningu. Við uppskipun er best að biðja skipafyrirtækið um að gera tollskýrslu og bíða síðan eftir að tollafgreiðslu líkur.

Þegar því ferli er lokið þarf að fara upp á skráningarstöð, fá þar lánuð rauð númer til flutnings og keyra bílinn í skoðun.

Voila bílinn er tilbúin. :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 22. May 2005 00:10 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 25. Feb 2005 21:41
Posts: 1045
Location: Spánn
Glæsileg grein hjá þér :D set hana í Bookmark :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. May 2005 00:43 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 21:45
Posts: 1376
já , flóknara en margur heldur.
ég var online stanslaust í nokkrar vikur,
á mobile og 24scout,
áður en ég festi minn.
ég valdi að kaupa minn frá bmw dealer.

við tókumst á um verðið.
svo þegar það var komið, þá vildi hann
ekki selja mér hann til islands án mwst.

þótt ég geti gert mig skiljanlegan á þýsku,
allavega skilja dömurnar mig,,,,,
þá gat ég ekki útskýrt fyrir honum að ég
ætti að fá bílinn án mwst.


kallaði Georg til, og hann kláraði dæmið...

beið svo með krossaða fingur , um að
allt stæðist, þangað til bíllin birtist mér.

en það gildir hér sem annars staðar,
´if it sounds too good to be true´, þá þarf að staldra við....

_________________
'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. May 2005 01:46 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Mon 10. Nov 2003 01:11
Posts: 495
Location: Honolulu, Hawaii
ta wrote:
við tókumst á um verðið.
svo þegar það var komið, þá vildi hann
ekki selja mér hann til islands án mwst.

þótt ég geti gert mig skiljanlegan á þýsku,
allavega skilja dömurnar mig,,,,,
þá gat ég ekki útskýrt fyrir honum að ég
ætti að fá bílinn án mwst.


Hvers vegna vildiru hann án mwst. ef hitt var í boði?

_________________
E90 320i '06

birkire wrote:
4 door þristar... LEIM


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. May 2005 02:07 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 21:45
Posts: 1376
freysi wrote:
ta wrote:
við tókumst á um verðið.
svo þegar það var komið, þá vildi hann
ekki selja mér hann til islands án mwst.

þótt ég geti gert mig skiljanlegan á þýsku,
allavega skilja dömurnar mig,,,,,
þá gat ég ekki útskýrt fyrir honum að ég
ætti að fá bílinn án mwst.


Hvers vegna vildiru hann án mwst. ef hitt var í boði?


Mehrwertsteuer er skattur, þannig að ef
bíll er í boði án mwst, þá er hann 13% ódýrari en ásett verð.

_________________
'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 22. May 2005 02:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
karlth wrote:
Þar sem ég var að ljúka því ferli að flytja inn og sækja bíl sjálfur frá Evrópu þá langaði mig að deila reynslunni af þessum viðskiptum á meðan þau eru í fersku minni.
...

Fróðlegur pistill.

Á að ljóstra upp hvað er á leiðinni?

*edit*

Var að sjá þetta:
karlth wrote:
Það kemur einn svartur 2001 330ci á götuna fyrir helgi, líklega á morgun.

Vinur minn, harður BMW-haus er mjög hrifinn af 330 og ber þeim söguna vel. Ég hlakka til að sjá þennan.

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. May 2005 12:39 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 25. Mar 2003 13:58
Posts: 89
Location: Kópavogur
Frábær grein hjá þér.... =D>

_________________
Eyþór
Dodge Ram 1500 HEMI 5.7 árg 05´

BMW 745 E-65 21"BBS TIL SÖLU!!!!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. May 2005 14:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Hvenær í ferlinu eru tryggingar og lánsnúmer borguð úti?
Hvenær borgar maður aðflutningsgjöldin hérna heima og hvar?

Annars frábær grein 8)

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. May 2005 16:07 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 30. Mar 2005 17:05
Posts: 36
srr wrote:
Hvenær í ferlinu eru tryggingar og lánsnúmer borguð úti?
Hvenær borgar maður aðflutningsgjöldin hérna heima og hvar?


1. Hjá bílasalanum. Í mínu tilfelli voru þetta um það bil 200-300 evrur. Mikilvægt er að bílasalinn sjái um þetta fyrir þig. Það að hann muni sjá um það þarf að vera á hreinu áður en þú kaupir bílinn.
2. Á íslandi Þegar tollurinn er búin að afgreiða bílinn.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. May 2005 08:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Góð grein, hlakka til að sjá bílinn. 330ci er einmitt draumabílinni minn!

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. May 2005 12:03 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 03. Mar 2004 12:35
Posts: 121
Þetta er algjör snilld!!!! :bow:

_________________
Enginn BMW bara Honda!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. May 2005 13:38 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 28. Mar 2005 00:44
Posts: 60
Location: Hey, 18 yet?
Hvernig eru þjóðverjar í enskuni? Er hægt að tala hana við þá eða verður maður að vera sleypur í þýskuni :?

_________________
Twincam (Seldur) ;)
Ætlar að sleppa því að kaupa Mustang
Ich wünsche einen BMW M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. May 2005 15:01 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 30. Mar 2005 17:05
Posts: 36
Fat_tony wrote:
Hvernig eru þjóðverjar í enskuni? Er hægt að tala hana við þá eða verður maður að vera sleypur í þýskuni :?


Ekki jafn góðir og hollendingar en ágætir samt. Ef einhver talar ekki ensku þá sækir hann vanalega einhvern annan til að tala fyrir sig.

Ég hef minnsta kosti aldrei lent í vandræðum útaf málinu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. May 2005 16:48 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 28. Mar 2005 00:44
Posts: 60
Location: Hey, 18 yet?
Hehe... sem sagt kurteisari en frakkarnir :lol:

_________________
Twincam (Seldur) ;)
Ætlar að sleppa því að kaupa Mustang
Ich wünsche einen BMW M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 26. May 2005 00:54 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 24. Aug 2003 20:11
Posts: 1121
Location: Rvk
Flott framtak að henda þessu hérna inn... Er einmitt að fara af stað í innfluttning fljótlega, gott að sjá þetta sona first hand... Held nú samt að maður fái Smára eða Georg í þetta...

_________________
Núið:
BMW 730d '04


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 15 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 17 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group