bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Flytja inn BMW frá Þýskalandi?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=7625
Page 1 of 1

Author:  Zyklus [ Fri 01. Oct 2004 16:22 ]
Post subject:  Flytja inn BMW frá Þýskalandi?

Hvernig er það, borgar sig að flytja inn BMW frá Þýskalandi og þið sem hafið flutt inn BMW frá Þýksalandi, hvernig reynslu hafið þið af því?

Author:  gudni [ Fri 01. Oct 2004 19:34 ]
Post subject: 

Ég er nýbúinn að láta flytja inn fyrir mig glæsilegann BMW 750 IL árg. 1998 (E-38). Hann kom á götuna hérna á Íslandi þann 10. september sl.

Sjá myndir af honum:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7597
Og fleiri myndir hérna:
http://www.gudni.is/s_bmw750.htm

Það borgaði sig alveg 100% að mínu mati að flytja inn bíl frá Þýskalandi!! Ég gat valið bíl með akkúrat þeim búnaði, lit o.s.frv. sem ég var að leitast eftir. Ég var með fullt af sérþörfum og óskum og fékk það allt uppfyllt 100%. Ég fékk mjög fallegan og strýheilan bíl og fékk hann á mjög sanngjörnu verði í þokkabót sem ekki var verra!! En markaðurinn og úrvalið í Þýskalandi er alveg rosalega stór, menn gera sér ekki alveg grein fyrir því hvað Þýskalandið er stórt.

Ég var áður búinn að vera að skoða þá 750 bíla sem voru / eru til sölu hérlendis og fann bara engann sem heillaði mig upp úr skónum og uppfyllti mínar óskir. En nú er ég með bíl sem er alveg geggjaður og er alveg eins og ég vill hafa hann,, jú jú af því að ég valdi þennan úr stórum fjölda í Þýskalandi....!!

Það var Ágúst Magnússon (fyrirtækið Magnusson ehf.) sem sá um þetta fyrir mig. Hann Gústi stóð sig alveg 100% Ágúst er með síma 862-2000 og ég mæli tvímælalaust með því að menn tali við hann ef menn eru að spá í innflutningi frá Þýskalandi. Það er ekkert vit í því fyrir óreynda menn að fara að standa í þessu sjálfir, það getur orðið mun dýrara þegar uppi er staðið heldur en að fá bara vanann mann í þetta.

Ágúst stússaðist alveg helling í kringum bílinn minn úti eftir að búið var að velja og kaupa bíl. Hann fór og keypti undir hann nýjar felgur og dekk (sem að ég var búinn að velja tegund og stærð eftir mínu höfði) og lét setja þær undir bílinn og þá var hægt að taka orginal felgurnar með í skottinu heim tollfrjálst. Svo lét hann skipta út appelsínugulu stefnuljósunum í glær stefnuljós (bæði að framan og aftan). Þannig að þegar bíllinn kom heim þá var hann strax mjög flottur og það þurfti ekki að fara að byrja í allskonar bröllti...!!



BMW kveðja, Guðni

Author:  Gunni [ Fri 01. Oct 2004 19:52 ]
Post subject: 

Ef þú leitar eftir með skilyrðunum "innflutningur" hérna á spjallinu ættirðu að fá nokkrar útkomur. Það hafa komið upp allavega 2 stórir þræðir þar sem farið er yfir þetta alltsaman.

Prófaðu að fara inná http://www.bmwkraftur.is/innflutningur þar er reiknivél sem gefur þér ca. verð á bílnum, án þjónustu við að ná í hann.

Það eru aðrir menn í þessum bransa. Georg http://www.uranus.is og Smári sem býr í Hamburg (það koma örugglega nákvæmari upplýsingar um þessa tvo menn frá Alpina hér á spjallinu)

Sjálfur hef ég skipt við 2 menn, Georg og Ágúst. Sá fyrrnefndi var pottþéttur og stóð við hvert orð sem hann sagði. Það sama get ég því miður ekki sagt um þann síðarnefnda. Þó getur hann örugglega gert ágæta hluti.

kv. Gunni

Author:  ///Matti [ Fri 01. Oct 2004 19:56 ]
Post subject: 

Geðveikur bimmi.býrðu í mosó?

Author:  hlynurst [ Fri 01. Oct 2004 22:24 ]
Post subject: 

Ég er búinn að eiga viðskipti við Smára (smarihamburg@hotmail.com) og ég get mælt með honum 100%!

Það ferð auðvitað eftir því hvað þú ert að leita eftir. Þegar þú kaupir bíl hérna heima þá getur þú sett bíl upp í og gert kannski ágætis kaup.

En þegar þú flytur inn bíl þarf þú að staðgreiða og þá er þetta aðeins öðruvísi! Getur þú fengið þann bíl sem þú vilt á sama verði hérna heima og bíllinn kostar innfluttur eða er sá sem er að selja bíl(innanlands) tilbúinn að selja sinn bíl á sama eða lægra verða en það kostar að flytja svona bíl inn?
Þegar innlendur aðili er tilbúinn að selja á sama eða lægra verði þá ertu að gera góða díl því sparar þú þér þann tíma sem tekur að flytja bílinn inn og þau vandræði sem þú þarft að horfast í augu við.

Þegar ég seldi minn E36 328 bíl þá horfi ég mikið á verðin sem voru í gangi á http://www.mobile.de og ákvað mitt verð á bílnum í samræmi við það.

Author:  Playmaker [ Fri 01. Oct 2004 23:28 ]
Post subject: 

ég hef stundum spáð í að flytja inn gamlan Bimma eða gamlan Porsche frá Þýskalandi en hef ekki gert það vegna þess að ég á ekki bílskúr. Það stendur til bóta og þá fer maður kannski að spá aftur. Eitt sem ég hef verið að spá í. Ef maður færi út í það að flytja inn bíl þá yrði það einn í þessum dúr

BMW á Mobile

Nú er spurningin bara. Eru einhverjir sem hafa sérhæfingu í að gera við svona bíla hérna á Íslandi og hvernig er að fá varahluti í svona bíla. Og hvernig er það með t.d 30 ára gamlan Porsche 911? Er einhver sem kann að gera við svona bíla hér á landi og hvernig er að fá varahluti í þessa bíla?

kveðja
P

Author:  Alpina [ Sat 02. Oct 2004 17:02 ]
Post subject: 

,,,,,,Playmaker,,,,,,,

Án vafa að öðrum ólöstuðum er Guðbergur Guðbergsson
((Beggi Porsche)) sá besti í P...... bílunum

Author:  Nökkvi [ Sun 03. Oct 2004 12:00 ]
Post subject: 

Sæll Zyklus

Mín ráð eru að ef bíllinn er til á Íslandi borgar sig ekki að flytja hann inn. Eins og hlynurst benti líka réttilega á er stór munur á að staðgreiða bíl að utan eða skipta bíl hérna á Íslandi.

Við tókum bíl að utan af því að við bjuggum þar og vorum því í góðri aðstöðu til að skoða og spá. Ég myndi fara mjög varlega í að kaupa bíl sem þú hefur ekki skoðað.

Þótt Þjóðverjar séu stálheiðarlegt fólk upp til hópa þá eru meirihlutinn af þeim sem auglýsa á www.mobile.de ekki af þýsku bergi brotnir, flestir eru þetta Tyrkir. Það getur því oft verið varhugavert að treysta þessum mönnum.

En það er til fullt af Íslendingum sem lifa af því að flytja bíla inn og það er hið besta mál að skipta við þá. Þeir eru með reynslu og sambönd og vita yfirleitt hvað þeir eru að gera. En þú borgar líka fyrir þessa þjónustu.

Skoðaðu bara vel úrvalið hér heima og ef þú finnur ekki bíl við þitt hæfi er um að gera að leita út fyrir landsteinana.

Author:  Schnitzerinn [ Sun 03. Oct 2004 13:57 ]
Post subject: 

Smári er BARA góður í þessum bransa !!! Ég mæli með rosalega með honum ! Hel-pottþéttur gaur og topp þjónusta :wink:

Author:  Zyklus [ Tue 05. Oct 2004 10:26 ]
Post subject: 

Þakka fyrir góð og ítarleg svör.

Og bæ ðe vei, hrikalega flottur bíll hjá þér Guðni!

Author:  gudni [ Tue 05. Oct 2004 19:22 ]
Post subject: 

Zyklus wrote:
Og bæ ðe vei, hrikalega flottur bíll hjá þér Guðni!


Takk fyrir,, takk takk :lol:

Guðni

Author:  joipalli [ Tue 12. Oct 2004 15:05 ]
Post subject: 

Flottur bíll hjá þér, en afhverju eru engar myndir innan úr bílnum??

Author:  gudni [ Mon 18. Oct 2004 01:02 ]
Post subject: 

joipalli wrote:
Flottur bíll hjá þér, en afhverju eru engar myndir innan úr bílnum??


Hummmssss,,, Ertu að meina innan úr mínum bíl?? Ef svo er þá eru myndir innan úr honum á þessum link (þær eru neðst)
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7597

Kveðja - Guðni

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/