( *Nýjar myndir og update þann 25.01.2005 á bls. 3* - Blaðsíða 3 )
Góðan dag BMW félagar!!
Hérna eru nokkrar myndir af bílnum mínum sem ég var að kaupa, en hann er BMW 750 IL árgerð 1998. Bíllinn er alveg lódaður af aukahlutum og er á splunkunýjum Rondell 58 álfelgum (18"x10" að aftan og 18"x8,5" að framan). Hann er nýkominn hingað heim frá Þýskalandi, hann kom á götuna 10. sept. 2004 og
Ágúst Magnússon flutti hann inn fyrir mig (Magnusson ehf.) og allt var í topp málum með þetta!! Meiriháttar fallegur og skemmtilegur bíll og ekki skemmir fyrir að hann hefur aldrei verið þveginn með kústi og lakkið er nánast óaðfinnanlegt!!
Svo að ég telji upp einhverja af aukahlutunum: Svart leður, loft-nudd í framsæti, hiti í sætum, topplúga, Xenon ljós, kastarar í framstuðara, glær stefnuljós að framan og aftan, rafmagn í framsætum og í aftursætum, tvöfallt gler (skothelt segja einhverjir..), speglalitaðar hliðarrúður, Topplúga, 6 diska CD magasín, sjónvarp með textavarpi, GPS staðsetningartæki, segulband, raddstýrður GSM sími í mælaborði, driflæsing, spólvörn, skrikvörn (stöðugleikakerfi), hleðslujafnari, rafmagn í rúðum, speglum og stýri, hraðastillir, þjófavörn, fjarstýrðar samlæsingar, ABS hemlar, airbags, loftkæling, rafmagn í skottloki, fótskemill fyrir aftursætisfarþega, flott lesljós fyrir aftursætisfarþega, rafdrifnir höfuðpúðar afturí, rafmagnsgardína í afturrúðu, gardínur í hliðarrúðum afturí, auka sett af álfelgum
En hérna koma myndirnar!!
BMW Kveðja..!! Guðni Þorbjörnsson
( *Nýjar myndir og update þann 25.01.2005 á bls. 3* - Blaðsíða 3 )