Ég er nýbúinn að láta flytja inn fyrir mig glæsilegann BMW 750 IL árg. 1998 (E-38). Hann kom á götuna hérna á Íslandi þann 10. september sl.
Sjá myndir af honum:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7597
Og fleiri myndir hérna:
http://www.gudni.is/s_bmw750.htm
Það borgaði sig alveg 100% að mínu mati að flytja inn bíl frá Þýskalandi!! Ég gat valið bíl með akkúrat þeim búnaði, lit o.s.frv. sem ég var að leitast eftir. Ég var með fullt af sérþörfum og óskum og fékk það allt uppfyllt 100%. Ég fékk mjög fallegan og strýheilan bíl og fékk hann á mjög sanngjörnu verði í þokkabót sem ekki var verra!! En markaðurinn og úrvalið í Þýskalandi er alveg rosalega stór, menn gera sér ekki alveg grein fyrir því hvað Þýskalandið er stórt.
Ég var áður búinn að vera að skoða þá 750 bíla sem voru / eru til sölu hérlendis og fann bara engann sem heillaði mig upp úr skónum og uppfyllti mínar óskir. En nú er ég með bíl sem er alveg geggjaður og er alveg eins og ég vill hafa hann,, jú jú af því að ég valdi þennan úr stórum fjölda í Þýskalandi....!!
Það var Ágúst Magnússon (fyrirtækið Magnusson ehf.) sem sá um þetta fyrir mig. Hann Gústi stóð sig alveg 100% Ágúst er með síma 862-2000 og ég mæli tvímælalaust með því að menn tali við hann ef menn eru að spá í innflutningi frá Þýskalandi. Það er ekkert vit í því fyrir óreynda menn að fara að standa í þessu sjálfir, það getur orðið mun dýrara þegar uppi er staðið heldur en að fá bara vanann mann í þetta.
Ágúst stússaðist alveg helling í kringum bílinn minn úti eftir að búið var að velja og kaupa bíl. Hann fór og keypti undir hann nýjar felgur og dekk (sem að ég var búinn að velja tegund og stærð eftir mínu höfði) og lét setja þær undir bílinn og þá var hægt að taka orginal felgurnar með í skottinu heim tollfrjálst. Svo lét hann skipta út appelsínugulu stefnuljósunum í glær stefnuljós (bæði að framan og aftan). Þannig að þegar bíllinn kom heim þá var hann strax mjög flottur og það þurfti ekki að fara að byrja í allskonar bröllti...!!
BMW kveðja, Guðni