Sælir,
nú er BMW X5 umræðan komin á það stig heima að ég er orðinn nánast pottþéttur á að fá mér slíkan bíl og ég er kominn á þá niðurstöðu að nánast bara kemur til greina V8 og er ég þá að tala um 2001-2002 árgerðina eeeenn eftir að vera búinn að lesa mörg reviews á netinu þá virðist ansi margt vera í þessum bílum sem bilar ALLTAF og má þá nefna kælikerfið, öxlar, endalaus hurða/rúðuvesen, skynjaravesen og síðast og kannski lang dýrast skiptingavesen.
Svo maður fer að velta því fyrir sért hvort maður sé að koma sér í djúpa peningahít með því að kaupa sér svona græju?
Hver er raunveruleg reynsla af þessum bílum hérna á landi? eru skiptingarnar t.d. ekkert að endast mikið yfir 200.000.km og þarf þá ekki yfirleytt að taka allt draslið í gegn fyrir fleirri hundruð þúsundir??
Ég er alveg tilbúinn í rekstur á svona bíl varðandi bensíneyðslu, bremsuskipti og allt þetta helsta enda get ég gert við flest allt sjálfur en skiptingar og drifvesen og aðrar stórviðgerðir eru ekki á mínu færi svo spurningin er, eru þeir eins mikið á verkstæðum hér á landi eins og þeir virðast vera úti í útlöndum þar sem veðurskilyrði eru kannski öðruvísi eða hef ég bara verið að lesa um "gölluðu" eintökin???
