Þetta meikar alveg sense hjá honum. Koma smá stratti í spilið, afhverju ekki ef það borgar sig ?
Enda er alltof mikið sett á þennan bíl. Þó svo að hann sé ekinn aðeins 19 þús km á ári, þá er 200 þús km samt slatti. Það gæti, endurtek 'gæti' verið kominn tími á að taka upp í honum sjálfskiptinguna og fixa eitthvað þar til að allt sé í sómanum.
Nú ef svo einkennilega vill til að lægra tilboði vinar hans hafi verið tekið, þá er einfaldlega hægt að láta vin sinn bara hafa peninginn og klára málið. Svo bara eitt stk eigendaskiptablað og málið leyst.
Ég sá svona 730 E32 bíl um daginn auglýstan(reyndar '88 árg), ekinn einhversstaðar um 220 þús, og það væri líklega hægt að fá þann bíl á um 300 kallinn. Ég veit til þess að fyrri eigandi þá bíls lét taka upp í honum skiptinguna í 190þús km. Það er ákveðið öryggi, það er ekkert ódýrt sem tengist BMW.
Einnig var ég sjálfur að huga að því að kaupa '91 árg um daginn, sá var ekinn 190 þús en eigandinn vildi ekki fara undir 600 þúsund. Mér fannst það of mikið og hætti því við. '94 eða '91, sama boddý =
sama vél og sami akstur, myndi ekki skipta mig neinu máli. Tæki þann sem væri ódýrari með tilliti til ástands. Þess má geta að þessi '91 bíll er búinn að vera í fréttablaðinu svipað oft undanfarna daga og Fjölnir Þorgeirs í séð og heyrt...
Gangi þér vel að finna rétta bílinn og vonandi gekk ég ekki of langt hérna.

'91 módel af 730 kemur bara með 6 cyl vél, þessi er með 8 cyl, þannig að ekki alveg sama vél