æjj já. Mig langar mun meira í 523 enda er þónokkuð mikill munur á 520 og 523.
523 er miklu sneggri og þótt það muni 20 hö þá munar mjög miklu í sambandi við tog. En 520 er nú enginn sleði og bæði kostar hann mun minna í Þýskalandi og er með 30 % toll í stað 45 % tolls.
Bensíneyðslan er víst nánast sú sama í 520, 523 og 528.
Leður spleður. Ég vill nú bara pluss eða velour áklæði. Leður er kalt á morgnanna, rifnar mikið, stinkar og heldur manni illa í kröppum beygjum. Ég hef reyndar einu sinni keyrt e39 með leðri og það var rosalega mjúkt og þægilegt. Samt sem áður er betra að hafa pluss við ýmsar aðstæður.
Síðan vill ég beinskiptan.
Ég vill helst ekki hvítan. Það er þó aðallega hvað þeir verða fljótt drullugir. Ég mundi frekar vilja vínrauðan, dökkgráan eða silfurlitaðan. Mér sýnist nánast allir e39 á Íslandi vera dökkbláir eða svartir.
Merkilegt með þessa liti. Ég las grein út í Svíþjóð, þar sem þeir hafa gaman að því að flytja inn bíla frá Germany, um að það gæti verið gríðarlegur munur á verði eftir því hvernig bíll sé á litinn.
Ég heyrði að heddinn á 6 strokka vélunum séu eitthvað gölluð í e39 bílunum framleiddir 96 og 97. Ef það sé eitthvað til í því þá vill ég miklu frekar 98 bíl. Já, eða 535. Já, eða bara 540. Ég vill ekki M5 samt
Jólagjöfin í ár: silfurlitaður 523 E39 '98 bsk. með ljós velour áklæði