Ég ætla leyfa mér að vera smá ánægður með hvað bíllinn hefur breyst mikið hjá mér síðan ég fékk hann.

Hér kemur smá syrpa.
Svona var hann daginn sem ég keypti hann, þó var ég búinn að þrífa yfir hann, hann var SKELFILEGA drullugur og ekkert sem heitir bónhúð á honum.
Eftir fyrstu bónumferðina með sonax bóni, samt alveg rosalega grjótbarinn.
Orðinn töluvert skárri, kominn ágætis bónhúð á hann og ný frammljós.
Gömlu afturljósin, bílstjóramegin var brotið, einnig ný endakútur að hvarfa.
Og þau nýju komin á.
Og þarna var ég að máta 17" að aftan.
Og þarna er þessi yndislega beygla sem er reyndar ennþá, en ég ætla kippa því í liðinn núna á næstunni, svona var hún fyrst eftir að ég barði hana út til að geta notað rúðuna.
Núna lýtur þetta svona út, töluverst skárra enn samt beygla fyrir því.
Svo fékk ég 15" bassakeilu og magnara ódýrt þannig ég skellti því í, þetta er samt alltof stór keila og box, ég fæ mér eitthvað minna og snyrtilegra setup seinna, hljómar samt alveg þokkalega.
Svo loksins fóru undir 17" allan hringinn, og þá var hann farinn að lýta helvíti reffilega út.
Svo þarna í millitíðinni fór fram allsherjar upptekt á heddinu sem kostaði mig 150k í heildina.
Þetta eru nýjustu myndir sem ég tók af honum á hinum 17" ganginum mínum:
Og svo eins og flestir vita gafst vélin mín upp á kringlumýrabrautinni eftir leikdag.
Hér eru nokkrar myndir frá því að ég strípaði vélina sem ég keypti, fór yfir og skipti um flestallar pakkningar og reimar.
Þetta líka fína gat sem hefur komið á pönnuna einhverntímann, en ég ætla bara nota pönnuna af gömlu vélinni.
Lýtur allt vel út hérna ekki mikið slit í stangalegunum.
Svona skildi ég við þetta í gær, spreyjaði olíuhreinsi á og leyfði að liggjá á til að losa drulluna.
Mestallt komið á
Verið að "græja og gera,, eins og margir segja hérna.
Mótorinn er nánast klár til að fara ofaní, ég þarf bara að smíða breytistykkin fyrir mótorarmana.
Vonandi að einhver hafi nennt að skoða yfir þetta bull hjá mér.

En það er búinn að fara alveg GÓÐUR pengingur í þennan bíl, sem að ég veit maður fær ekki nema lítinn hluta af honum aftur.