Hvað finnst ykkur um BMW heimasíðuna hjá B&L? Persónulega finnst mér hún ótrúlega slöpp, bæði miðað við heimasíður annarra umboða hér á landi og BMW heimasíður erlendis.
Ég er að hugsa um að fá mér nýjan BMW þegar ég verð þrítugur (reyndar alveg tvö ár í það ennþá, en maður lætur sig dreyma þangað til...) þannig að ég hef aðeins verið að fikta á bmw.de og bmw.co.uk. Þar eru allar upplýsingar sem maður þarf, maður getur sett saman draumabílinn, séð myndir af mismunandi innréttingum, litum, felgum og allt þetta sem máli skiptir. Þið þekkið þetta eflaust

.
Hérna heima er bara grunnverðlisti á pdf-formi, aukahlutaverðlisti sem er merktur MY-2004 (!) og þegar maður smellir á BMW-configurator lendir maður bara á heimasíðu BMW umboðsins á Kýpur.
Annað sem mér finnst frekar hallærislegt er
hérna, fyrir neðan línurnar er einhver lýsing á þeim (sem út af fyrir sig er hrikalega hallærisleg: "BMW 3 línan - Bara Bezt") en fyrir neðan 7, Z4 og M línuna stendur "Fæst aðeins með sérpöntun". Er það besta lýsingin sem þeim datt í hug á þessum línum?
Kannski finnst þeim þeir ekki þurfa að vera með góða heimasíðu fyrst þeir eru nú eina BMW-sjoppan á landinu, en ég held að það séu mistök. Fólk er farið að skoða flest ef ekki allt sem það kaupir á netinu fyrst; heimasíður fyrirtækja er oft svona "first impression" af vörunni.
Sumir segja kannski bara að maður eigi bara að fara í umboðið ef maður vill kynna sér staðal- og aukabúnað, verð og þess háttar. Jú, kannski, en ég fór upp í B&L um daginn og spurði sölumann hvort hann ætti verðlista yfir aukabúnað í 5-línunni og hann sagði bara pent "Nei".
Það væri gaman að heyra hvaða skoðun þið hafið á þessu.