Hvaða vefsíður tengdar BMW notið þið reglulega til fróðleiks og gagns? Þá meina ég góðar upplýsingasíður (annað en vefspjöll) sem þið notið nokkuð reglulega. Tenglasöfn kannski meðtalin en samt helst ekki. Teljið bara upp 3-5 sem ykkur finnst bestar.
Hér eru nokkrar sem ég fletti nokkuð reglulega upp. Endilega bætið við ykkar eftirlætissíðum.
BMWFans.info. Þetta er eiginlega bara vefútgáfa af ETK (Elektronischer Teile Katalog / Rafræni partalistinn

). Ef þig vantar að vita partanúmer og einhverjum hlut, skoða hvað er til, hvernig hlutir líta út, hvað þeir eru þungir, í hvaða bíla ákveðinn hlutur passar í o.m.fl. Set líka RealOEM með þó mér finnist hún ekki eins þægileg en þar eru líka verð í USD sem gefa stundum hugmynd um verðið á hlutunum hér.
-
http://bmwfans.info/
-
http://www.realoem.com/bmw/
ALLT um ///M bílana. Mjög einföld og góð uppsetning með miklum upplýsingum um mismunandi árgerðir og týpur.
-
http://www.bmwmregistry.com/faq.php
The Wheel and Tyre Bible. Allt um dekk og felgur, hvað þýða allar þessar tölur, reiknivélar og margt margt fleira.
-
http://www.chris-longhurst.com/carbible ... bible.html
VIN decoder. Flettir upp síðustu 7 stöfunum í framleiðslunúmerinu og færð upplýsingar um framleiðslumánuð, vél, olíumagn og eitthvað fleira.
-
http://www.bmw-z1.com/VIN/VINdecode-e.cgi
Innflutningsreiknivélin góða kemur sér vel á mobile og ebaymotors fylleríum.
-
http://www.bmwkraftur.is/innflutningur/