bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 21. May 2025 18:29

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 60 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 11:30 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Quote:
Ályktanir sem draga má af þessarri afmörkuðu tilraunar eru í örstuttu máli þær, að á
þurrum ís gefa loftbóludekk og ný negld vetrardekk minni hemlunarvegalengd en ónegld
vetrardekk og harðkornadekk, þegar ekið er ökutæki af þeirri gerð sem hér var notuð á
hraðanum 40 eða 60 km/klst. Ónegldu vetrardekkin virðast slökust við þessar aðstæður.
Þessar niðurstöður eru óháðar því hvort ökutækið er búið ABS-hemlunarkerfi eða ekki, ef
ökumaður beitir „virkri” hemlun þegar ökutækið er án ABS-kerfis. Þegar yfirborðið er
þurrt eða blautt er lítill munur á hemlunarvegalengdum ökutækis af þeirri gerð sem hér
var notuð, ef það er búið ABS-hemlunarkerfi, en þó eru vísbendingar um að loftbóludekk
hafi meiri hemlunarvegalengd á blautu yfirborði en aðrar gerðir dekkja sem prófaðar
voru.
Rétt er að leggja á það ríka áherslu, að niðurstöður þessarar tilraunar gilda aðeins fyrir
þær aðstæður sem voru þegar prófin fóru fram og ekki er rétt að yfirfæra tilraunina á
einhverjar aðstæður sem ekki ríktu og tæki eða búnað sem ekki var prófaður. Til dæmis
má nefna að þegar gerð voru hemlunarpróf á nokkrum dekkjagerðum árið 19921 voru
vísbendingar um að hemlunarvegalengd væri meiri á negldum dekkjum en slitnum og
nýlegum dekkjum, á blautu malbiki. Þá var beitt hemlun með læsingu dekkja. Þessar
niðurstöður fást ekki staðfestar hér með þessari tilraun, þar sem það var ekki prófað.
Einnig má benda á eftirfarandi þætti sem ekki voru prófaðir í þessu verkefni, en gætu
komið til greina að athuga síðar:


http://www.rabygg.is/skjol/veg/prohemlvegl.pdf

Niðurstaðan er sú að ekki er marktækur munur á hemlunarvegalengd á loftbólidekkjum og nýnelgdum nagladekkjum.

Það segir sig sjálft að nagladekk verða sífellt verri eftir því sem nöglunum fækkar.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 12:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Já þetta er nákvæmlega það sem maður hefur alltaf haldið.
Það á bara að banna þessi helvítis nagladekk!

Bebecar, hefur þú prófað að skrifa alþingi um þetta mál?
Væri líka sniðugt að tala við þingmann og byðja hann um að taka þetta fyrir :) Þess virði að reyna

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 12:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
225/45-17 Loftbóludekk til sölu, 4stk mjög lítið notuð

:D Bridgestone Blizzak

Fart

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 12:22 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það er ýmislegt reynandi - við gætum nátturulega verið ágætis þrýstihópur og ályktað um hin ýmsu mál.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 12:29 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
bebecar wrote:
Það er ýmislegt reynandi - við gætum nátturulega verið ágætis þrýstihópur og ályktað um hin ýmsu mál.

Nákvæmlega! Ég held að flestir bílaáhugamenn séu sammála um það að nagladekk eru SATAN

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 12:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Já... það er ég sammála þér um.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 15:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
hmm, ég verð aldrei samþykur því að nagladekk verði alfarið bönnuð, ég bý jú á vestfjörðum þar sem ekki er saltað yfir hálkuna og hálka er oft á tíðum mun meiri en á höfuðborgarsvæðinu, ég er búnað að prufa margar tegundir heilsársdekkja nagladekkja og einnig harðkornadekk, og jú hef líka keyrt bíl nokkuð mikið á loftbóludekkjum,

í glæra hálku finnst mér nagladekkin tvímælalaust langbest, harðkornadekkin fannst mér ekki góð, ég er á Goodyear supergrip á maximuni (naglalaus snjódekk)og þau eru reyndar alveg mjög góð í snjó og slappi og merkilega seig í hálku, en ég bara geri bílnum það ekki að keyra á nagladekkjum þar sem hálkan varir oftast ekki yfir lengi.

heimilis bíllin á mínu heimili er stór og mikill Dodge pallbíll, í hálku þýðir ekkert annað en naglar eða keðjur til að stoppa þetta flykki og varla að það dugi þrátt fyrir ABS,

þó svo að ég sé ekki fylgjandi banni á nagladekkjum skil ég nú samt alveg að þið séuð á móti þeim, en ég bara get ekki samþykt það meðað við þær aðstæður sem ég bý við.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 15:27 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég er ekki endilega fylgjandi algjöru banni á nagladekkjum. Þau eru hinsvegar fullkomlega óþörf á höfuðborgarsvæðinu.

Hinsvegar kom fram í þessari könnun að nagladekk væru EKKI betri en loftbóludekk - þau væri jafngóð meðan þau væru ný - en verri eftir það!

Þessvegna held ég að menn verði aðeins að skoða málin og líklegast er eðlilegast að hér sé hafður sami háttur á eins og í ölpunum í evrópu en þegar það er hálka þar þá eru menn skyldaðir til að nota keðjur - bílar komast mjög vel áfram á þeim og eru um leið með takmarkaðann hraða ef menn vilja ekki skemma bílinn.

Það fylgja tvö nelgd dekk með þristinum þar sem hann er alvarlega lélegur í snjó - ég er hinsvegar á því að kaupa mér frekar keðjur! það er ekkert mál orðið að setja þetta á og þær gefa gífurlegt grip.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 16:36 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
fart wrote:
225/45-17 Loftbóludekk til sölu, 4stk mjög lítið notuð

:D Bridgestone Blizzak

Fart

Á hvað :?

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 16:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
það er vandamálið, ég hef ekki guðmund um það.

Skjóttu á mig tilboði í privat msg

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 16:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
bebecar, hefuru keyrt bíl á keðjum? það er vægast sagt viðbjóður eins og bíllin sé að hristast í sundurog meðað við hvernig þær fara með svellið þá get ég ekki ýmindað mér að þær fari vel með malbikið..

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 16:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég hef keyrt bíl á hefðbundnum (þykkum) keðjum og svo á radial keðjum og þær síðarnefndu eru frábærar og það eru einmitt þær sem menn eru skyldaðir til að nota erlendis.

En eins og áður þá stendur eftir að nagladekk eru ekki með mælanlegan mun á gripi miðað við loftbóludekk.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 21:34 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Það var einhver norskur gaur sem var að hanna gríðarlega sleipt efni til að setja undir skíði sem hannaði akkúrat andstæðuna í leiðinni. Þetta er eitthvað trefjaefni sem hann setti svo saman í einhverskonar sokk sem maður smellir á dekkin og virkar gríðarlega til að mynda grip í hálku. Þetta er algjör snilld því þetta skemmir ekki malbik. Þess má einnig geta að þetta fékk TÜV viðurkenningu í þýskalandi.

Ég sá þetta í einhverju FÍB blaði minnir mig, en ég held ég sé búinn að henda því. Það væri gaman að hafa uppá þessum "sokkum" því ég væri alveg til í að eiga svona ef svo ólíklega vildi til að það verði einhverntímann einhver massa vetur á höfuðborgarsvæðinu.

Í sambandi við keðjurnar: Ekki nota þær nema þú nennir að taka þær af eftir þennan eina meter sem hálkan er á. Ef ég mundi sjá einhvern keyra á keðjum á beru malbiki mundi ég gera borgaralega handtöku á honum !


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 22:56 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það er nú varla alvarlegra að keyra á radíalkeðjum á malbiki en nöglum!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 20. Aug 2003 00:51 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
bebecar wrote:
Það er nú varla alvarlegra að keyra á radíalkeðjum á malbiki en nöglum!


jú því naglarnir eyðast frekar fljótlega, meðan keðjan hjakkar malbikið í tætlur...


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 60 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 8 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group