Quote:
Ályktanir sem draga má af þessarri afmörkuðu tilraunar eru í örstuttu máli þær, að á
þurrum ís gefa loftbóludekk og ný negld vetrardekk minni hemlunarvegalengd en ónegld
vetrardekk og harðkornadekk, þegar ekið er ökutæki af þeirri gerð sem hér var notuð á
hraðanum 40 eða 60 km/klst. Ónegldu vetrardekkin virðast slökust við þessar aðstæður.
Þessar niðurstöður eru óháðar því hvort ökutækið er búið ABS-hemlunarkerfi eða ekki, ef
ökumaður beitir „virkri” hemlun þegar ökutækið er án ABS-kerfis. Þegar yfirborðið er
þurrt eða blautt er lítill munur á hemlunarvegalengdum ökutækis af þeirri gerð sem hér
var notuð, ef það er búið ABS-hemlunarkerfi, en þó eru vísbendingar um að loftbóludekk
hafi meiri hemlunarvegalengd á blautu yfirborði en aðrar gerðir dekkja sem prófaðar
voru.
Rétt er að leggja á það ríka áherslu, að niðurstöður þessarar tilraunar gilda aðeins fyrir
þær aðstæður sem voru þegar prófin fóru fram og ekki er rétt að yfirfæra tilraunina á
einhverjar aðstæður sem ekki ríktu og tæki eða búnað sem ekki var prófaður. Til dæmis
má nefna að þegar gerð voru hemlunarpróf á nokkrum dekkjagerðum árið 19921 voru
vísbendingar um að hemlunarvegalengd væri meiri á negldum dekkjum en slitnum og
nýlegum dekkjum, á blautu malbiki. Þá var beitt hemlun með læsingu dekkja. Þessar
niðurstöður fást ekki staðfestar hér með þessari tilraun, þar sem það var ekki prófað.
Einnig má benda á eftirfarandi þætti sem ekki voru prófaðir í þessu verkefni, en gætu
komið til greina að athuga síðar:
http://www.rabygg.is/skjol/veg/prohemlvegl.pdf
Niðurstaðan er sú að ekki er marktækur munur á hemlunarvegalengd á loftbólidekkjum og
nýnelgdum nagladekkjum.
Það segir sig sjálft að nagladekk verða sífellt verri eftir því sem nöglunum fækkar.