Ég er rosalega hrifinn af BMW M3 E-46 og myndi segja að það væri sá bíll sem mig langar hvað mest í á eftir Maclaren F1. Þess vegna brá mér rosalega þegar ég rakst á síðu sem er um bilanir í vélinni (S54) í þessum bíl. Á þessari heimasíðu eru sögur um bíla þar sem vélin hreynlega springur en algengast er að vélin fari að banka (hrikalegt að heyra)

.
Það sem algengast er að gerist er að legan á sveifarásnum fær ekki smuringu sem veldur því að hún að lokum gefur sig og allt fer til helvitis. Ástæðan fyrir þessu er að legan er mjög þröng (0.4mm) og því á olía erfiðara með að komast að og því fer seigja hennar að skipta verulegu máli þar sem og áhrif hitastigs á hana. BMW á víst að hafa stækkað þetta bil til að þetta lagist og nú er bara að bíða og vona.
Svo virðist vera að bmw hefur eitthvað verið grófir þegar áætluðu redlineið á snúningsmælinum. Vélin er eins og flestir vita komin frá mótorsportdeild (M) BMW og á hafa einkenni keppnisvéla sem þýðir að hún t.d. snýst frekar hátt. Það að snúa þessari vél er ekki vandamál nema hvað slaglengdin er löng og hef ég einhversstaðar lesið að stimplarnir í þessari vél ferðist hraðar en nokkrir aðrir stimplar í fjöldaframleiddum bíl. Og því hraðar sem stimpillinn fer því meiri verður núningur við cylendra og skiptir þá smurning þar einnig talsverðu máli. En það virðist ekki mega fara oft yfir þetta redline skv. því sem kemur fram á þessari síðu.
Ég man ekki hvar en það var verið að tala um smurningu á Nýja M5 E-39 en ég hef ekki rekist á neina bilana síðu um þá vél. Þetta þýðir að M5 getir hugsanlega færst upp yfir M3 á óskalistanum til jólasveinsins.
Ég skrifa þetta aðallega til að fólk beri sig saman og ég vil að þið skoðið þessa síðu og vona að ég hljóti sálarró.
http://members.roadfly.com/jason/m3engines.htm
Hlustið líka á þennan hljóðfæl. Ath er ekki fyrir viðkvæma
http://freecyberbingo.com/m3/broken.wav