Sýning vegna 30 ára afmælis Fornbílaklúbbs Íslands mun opna föstudaginn 18. maí. Sýningin verður haldin í nýja húsnæði Ræsis að Krókhálsi 11. Félagar Fornbílaklúbbsins og makar þeirra fá frítt inn, aðrir greiða 500 kr. og ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
Meðal þeirra bíla sem verða sýndir að þessu sinni eru margir glæsilegustu og verðmætustu fornbílar landsins og þá er ekki bara verið að tala um peningalega heldur einnig sögulega. Má þar nefna elsta bíl landsins 1914 Maxwell Touring, minnsta bíl landsins 1956 Heinkel, einn dýrasta fornbíl sem er í eigu Íslendings 1953 Mercedes Benz 300 S Coupé sem var fluttur sérstaklega til landsins fyrir sýninguna en eigandinn býr erlendis, Ford Mustang Shelby Cobra GT500 KR sem er nýkominn úr uppgerð og kemur beint á sýninguna. Í heildina er verið að sýna bíla sem eru margir nýlega komnir til landsins og einnig nokkra bíla sem hafa verið lítið sjáanlegir undanfarið.
Opnunartími:
18. maí föstudagur 17 - 22
19. maí laugardagur 10 - 18
20. maí sunnudagur 11 - 22
Sjá nánar á
http://www.fornbill.is um helgina.