Ég var að renna í gegnum þetta í dag og sá ýmislegt áhugavert.
Veit ég að Ingvar (Bebecar) er ötull talsmaður V-Power og í blaðinu var okkurat grein um það. Þar er bent á heimasíðu FÍB og fréttin þar hljóðar svona orðrétt.:
V-Power bensín - engin umframorka
Samkvæmt viðamikilli rannsókn sem ADAC, systurfélag FÍB í Þýskalandi hefur gert er Shell-V-Power bensínið nánast gagnslaust hvað varðar það að gera bíla aflmeiri samanborið við það að aka bara á venjulegu 92 oktana bensíni. Auglýsingar Shell þess efnis að þær auki bílum afl eru að mati ADAC marklausar. ADAC gerði tilraunir á þessu á fjórum gerðum bíla. Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að engar marktækar breytingar mældust á afli og snerpu bílanna.
Rannsóknarmenn ADAC töldu sig geta merkt smávægilega aflaukningu (um 2%) í VW Golf 1.4 16V og í Porsche Boxter, en telja það of lítið til að geta talist tölfræðilega marktækt. Á hinn bóginn töldu þeir sig geta merkt eins prósents minnkun afls í BMW 216i og í Audi A3 2.0 sem sömuleiðis er ómarktækt tölfræðilega.
Upplýsingar þessar hafa vakið mikla athygli í Þýskalandi og hafa þær verið framarlega í fjölmiðlum Beðið er viðbragða frá Shell í Þýskalandi vegna málsins.
Þetta kemur þó nokkuð á óvart og verður gaman að sjá hvernig þessi mál þróast. Samt hef ég ekki ennþá séð 216i (316i?)og tel þetta vera stafsetningarvillu. Einnig var reynsluakstur á´nýjum 330xi sem mér fannst mjög gaman að lesa um þar sem ég las ekki greinina þegar þessum bíl var reynsluekið í DV.
Að lokum var ég að lesa grein um Mercedes Benz... þar kom fram að þeir hafi lent í 26. sæti í könnun hins virta fyrirtækis JD Power í Bandaríkjunum 2003. Voru í 1.sæti árið 1990...
